Fullkomlega læknuð af krabbameini - Guð heyrir bæn !

Aglow kvöld fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20. 00 í Garðabæ

Skemmtilegur félagsskapur
Mér finnst voða notalegt að mæta á Aglow fundina í Garðabænum, það er svo gott að geta lagt fram bænaefni, og mér finnst þetta vera svo góður félagsskapur við verðum allar svo góðar vinkonur, tek Aglow fram yfir saumaklúbb! en við sleppum náttúrulega ekki því að fá okkur eitthvað gott með kaffinu! ( Guðrún S)

R%C3%A1%C3%B0stefnur 035[1]Ræðukona á Aglow fundinum 12. febrúar  verður Sólveig Traustadóttir, bænaleiðtogi Aglow á Islandi.Sólveig hefur gengt ýsmum trúnaðarstörfum innan Aglow á Íslandi, hún hefur leitt námskeið í sálgæslu og innri lækningu. Megin þjónusta Sólveigar í dag er  bænaþjónusta.

Sólveig greindist með æxli í ristli í desember 2007 fór síðan í aðgerð og lyfjameðferð. Bænafólk um allt land bað fyrir Sólveigu. Í dag hafa læknar útskrifað hana og staðfest að hún er fullkomlega læknuð af krabbameini. Lof sé Guði einum fyrir kraftaverkið.  Við hlökkum til að hlusta á Sólveigu, vitnisburð hennar og fyrirbæn sem verður í lok fundarins.



Við hefjum kvöldið stundvíslega kl.20.00 á kaffi og léttu meðlæti, njótum þess að spjalla og hlusta á góða tónlist. Dagskráin er fjölbreytt og innihaldsrík að vanda. Svanhildur opnar fundinn, Halldóra biður með okkur fyrir bænaefnum, Ásta Lóa kemur á óvart  ( ómissandi gleðigjafi) Rakel og  Helena taka fram gítarinn og leiða okkur í söng.

Jotunheimar litilSkátaheimilið við Bæjarbraut

Allar konur eru hjartanlega velkomnar

www.aglowgb.net

 


Góða nótt - Kvöldbænir

untitledÞað er gott að kunna bænir, Í barnakirkjunni eða sunnudagaskólanum, læra börnin bænir eins og Faðir vor og Vertu Guð faðir, faðir minn. En þau læra líka að tala við Guð frá eigin brjósti í huganum. Margir foreldrar eiga bókina Kvöldbænirnar mínar, bók sem inniheldur allar fallegustu kvöldbænirnar. Það er gott að eiga innra bænalíf. Það getur gefið fólki styrk á lífsins leið.

Vinsælasta kvöldbænin er „Faðir vor“  þrátt fyrir að vera svolítið strembin fyrir þau yngstu, vilja þau læra Faðir vorið. Margir foreldrar hafa átt erfitt með að springa ekki úr hlátri þegar litla ungviðið hefur skreytt og bætt þessa innihaldsríku bæn af hjartans einlægni.

Eflaust eigið þið öll skemmtilegar minningar og stundir við lestur kvöldbæna, og sum ykkar eigið alveg örugglega ykkar eigin frumsömdu bæn sem er kölluð uppáhaldsbænin og beðin á hverju kvöldi. Hér kemur ein slík sem heitir „Kæri Jesú minn“  Bænin „Kæri Jesú minn“ hefur verið uppáhalds bænin í bræðrafélaginu hér Garðabænum, bæn sem varð til eitt kvöldið eftir áhyggjufullan dag  hjá litlum dreng.

Bænin Kæri Jesú minn hljómar svo

Kæri Jesú minn
Ég þakka þér fyrir daginn í dag
viltu gefa mér góða nótt og fallega drauma
Viltu varðveita ( passa) mömmu, pabba og bræður mína
Viltu varðveita heimilið okkar og okkur öll frá slysum og hættum
Viltu varðveita alla í stóru fjölskyldunni okkar
Viltu hjálpa mér í skólanum á morgun og blessa bekkinn minn
Takk, kæri Jesú minn að þú ert alltaf hjá mér, þú ert vinur minn

Í Jesú nafni Amen

Kvöldbænir ...lesa hér

Barnakirkjan...lesa hér

Guð blessi ykkur öll, njótið helgarinnar.
Helena

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband