Konur voru fyrstar...

Í dag er 19. júni dagur helgaður konum, mér þykir mjög vænt um þennan dag.

Hvergi hef ég lesið meira lof um konur en í Heilagri ritningu, hér læt ég fylgja fáein gullkorn um konur og drifkraft þeirra sem höfðu áhrif á mannkynssöguna.

...Konur voru...

...síðastar hjá Jesú við krossinn.
Mark.15,47-

...fyrstar við gröfina
Jóh. 20,1-

...fyrstar til að kunngjöra upprisuna
Matt. 28,8-

...fyrstar til að prédika til Gyðinga
Lúk.2,37-38

...þátttakendur í fyrstu bænasamkomunni
Post.1,14-

...fyrstar til að taka á móti trúboðum Krists í Evrópu
Post.16;13-

...þær fyrstu til að snúast til trúar í Evrópu
Post. 16,14-

Guð skapaði karl og konu til að vinna sameinuð að þeim verkefnum sem lífið leggur í veg okkar. Sameinuð erum við sterk, einingin er siguraflið sem sigrar allar hindranir.  Ég færi öllum konum blessunaróskir í tilefni dagsins og körlum hlýja kveðju.

Njótum dagsins og sólarinnar.
Guð blessi ykkur öll

Helena


Gospelhátíðin 17 - 23. júni í Hafnarfirði

Nú teljum við niður og leyfum okkur að hlakka til Gospelhátíðar í Hafnarfirði. Í fyrra fjölmenntu allir söngglaðir brekkusöngvarar og frægir raularar á Víðistaðatún í Hafnarfirði. Kórar og hljómsveitir spiluðu og sungu af hjartanslist, við sátum í brekkunni að vísu undir teppi með kakóbolla í hendinni og vel var tekið undir. Núna ætlum við að endurtaka stemminguna á Gospeldögum í Hafnarfirði.www.gospelhatidin.comA3 plakat Hlakka til að syngja með ykkur
www.aglowgb.net
 

Alþjóðlegur bænadagur helgaður fólki með krabbamein.

Föstudaginn 5. júní - Sameinast 160 þjóðir  í bæn fyrir fólki sem þjáist af krabbameini. Beðið er fyrir lækningu, forvarnarstarfi, visku og huggun.  Upphafsmaður bænanetsins er Daniel E. Kennedy. Á heimasíðu samtakanna eru upplýsingar um starfsemina, bænanetið, vitnisburðir um Guðlega lækningu, greinar og fyrirbænaefni. Sjá nánar hér

Að sjálfsögðu tökum við þátt í þessu verðuga bænaátaki á Íslandi.

Guðs blessun til ykkar.
Helena


Hlustaðir þú á messuna í dag?

Sjá Huggarinn er hér... hljómaði frá litla útvarpinu mínu kl.11.00 í dag. Notalegt að heyra fallegan og innihaldsríkan söng í morgunsárið.  Rúv á heiður skilið fyrir útvarpsmessurnar á helgidögum. Messan í dag var einstaklega gleðjandi, söngur og lagavel átti vel við daginn og þessa stórkostlegu hátíð kristinnar kirkju sem Hvítasunna er. Hafliði Kristinsson prédikaði, langt síðan ég hef heyrt jafn góða ræðu sem ýtti við mér á hressilegan hátt...

Hvet ykkur til að hlusta góðir landsmenn. Messa á rás 1

Guðs blessun til ykkar.

Helena


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband