Kotmót í Fljótshlíð um helgina.

Gamall fiðringur hreiðrar um sig þegar Kotmót nálgast. Tjald, svefnpoki og smá nesti í poka, gítar og regnföt ,  fullthús af gleði og blessun er KOTMÓT. Kotmót verður haldið í sextugasta skipti í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Hugsið ykkur, Sextíuára afmæli þar sem þúsundir koma saman  til að taka þátt í útihátíð sem er án vímuefna. Barnamót – Unglinga geim og tónleikar , samkomur í Örkinni þar sem Guðsorð er prédikað , mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Er hægt að hugsa sér betri helgi ? Kotmót er líka eins og risastórt ættarmót, fjölskyldur sameinast, ættingar og vinir sem búa víðsvegar um landið hittast í Kotinu og þá er nú gaman.

söngur  eldur

André Crouch ásamt hljómsveit og Gospelkór mun heiðra hátíðargesti á sunnudagskvöldið 2. ágúst kl.22.00 magnaðir tónleikar í Örkinni, eins gott að mæta tímanlega.

tónleikar

Heilbrigð skemmtun fyrir alla, kiktu á heimasíðuna KOTMÓT

Sjáumst í Kotinu

Ýmsar myndir 060
Aglowkonur á Kotmóti; Bryndís,Unnur og Helena ( og Rútur )

 

Guð blessi ykkur.

Helena


Kona læknaðist af hjartasjúkdómi vegna eldingar

Guð almáttugur kemur víða við eins og sjá má, skemmtileg frétt í pressunni í dag.

Rúmlega fimmtug kona í Serbíu læknaðist nýlega af hjartasjúkdómi vegna þess að hún varð fyrir eldingu. Læknar sem hafa meðhöndlað Nödu Acimovich árum saman vegna alvarlegrar hjartsláttaróreglu segja að makalaus heppni hennar hafi verið tvöföld er hún varð lostin eldingu í miklu þrumu- og vatnsveðri sem gekk yfir stóran hluta meginlandsins fyrir skömmu. Í fyrsta lagi var hún heppin að eldingin skyldi ekki drepa hana en það varð henni til bjargar að hafa skó með mjög þykkum gúmmísólum á fótunum þegar atvikið átti sér stað.

Í öðru lagi hefur hjarsláttróregla hennar horfið eftir atvikið og Nada lifði því ekki aðeins eldinguna af heldur kemur líklega til með að lifa miklu lengur en hún hefði gert ef elding hefði ekki lostið hana. Sjúkdómurinn er vanalega meðhöndlaður með raflosti. Eldingin virðist nú hafa gert mun betur en slíkar aðferðir.

www.pressan.is

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband