1.6.2009 | 13:01
Hlustaðir þú á messuna í dag?
Sjá Huggarinn er hér... hljómaði frá litla útvarpinu mínu kl.11.00 í dag. Notalegt að heyra fallegan og innihaldsríkan söng í morgunsárið. Rúv á heiður skilið fyrir útvarpsmessurnar á helgidögum. Messan í dag var einstaklega gleðjandi, söngur og lagavel átti vel við daginn og þessa stórkostlegu hátíð kristinnar kirkju sem Hvítasunna er. Hafliði Kristinsson prédikaði, langt síðan ég hef heyrt jafn góða ræðu sem ýtti við mér á hressilegan hátt...
Hvet ykkur til að hlusta góðir landsmenn. Messa á rás 1
Guðs blessun til ykkar.
Helena
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2009 | 12:13
Sumardagurinn fyrsti - Bænaganga
Bænagangan 2009
Eins og undinfarin á verður bænaganga á Sumardaginn fyrsta. Bænaáherslur og göngukort er að finna inná Lindinni. Þín þáttaka skiptir máli, Guð heyrir bænir ! Gengið og beðið á 32 stöðum á landinu, sjötta árið í röð.
Eftir gönguna Kl.11.30-13 í húsi Samhjálpar Stangarhyl 3 Reykjavík verður hádegishlaðborð á
kr.500 og sameiginleg bænastund. .. skoða nánar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 12:35
MIGHTY TO SAVE -
Jesús sagði ; Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.
Jesús sagði, Ég er Vegurinn - Sannleikurinn og Lífið
Mighty to save
Everyone needs forgiveness,
The kindness of a Saviour;
The Hope of nations.
Saviour, He can move the mountains,
My God is Mighty to save,
He is Mighty to save.
Forever, Author of salvation,
He rose and conquered the grave,
Jesus conquered the grave.
So take me as You find me,
All my fears and failures,
Fill my life again.
I give my life to follow
Everything I believe in,
Now I surrender.
My Saviour, He can move the mountains,
My God is Mighty to save,
He is Mighty to save.
Forever, Author of salvation,
He rose and conquered the grave,
Jesus conquered the grave.
Shine your light and let the whole world see,
We're singing for the glory of the risen King...Jesus (x2)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2009 | 10:52
Því að svo elskaði Guð heiminn
Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?
Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.
Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.
Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum. Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.
Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það? Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.
Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.
En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.
Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast. Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra.
Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn. En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.
Jesaja 53; 1 -12
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2009 | 17:47
Heilög kvöldmáltíð
Með svikum
Nú voru tveir dagar til páska og hátíðar ósýrðu brauðanna. Og æðstu prestarnir og fræðimennirnir leituðu fyrir sér hvernig þeir gætu handsamað Jesú með svikum og tekið hann af lífi. En þeir sögðu: Ekki á hátíðinni, þá gæti orðið uppþot meðal fólksins
Gott verk gerði hún
Jesús var í Betaníu, í húsi Símonar líkþráa, og sat að borði. Þá kom þar kona og hafði alabastursbuðk með ómenguðum, dýrum nardussmyrslum. Hún braut buðkinn og hellti yfir höfuð honum. En þar voru nokkrir er gramdist þetta og þeir sögðu sín á milli: Til hvers er þessi sóun á smyrslum? Þessi smyrsl hefði mátt selja fyrir meira en þrjú hundruð denara og gefa fátækum. Og þeir atyrtu hana.
En Jesús sagði: Látið hana í friði! Hvað eruð þið að angra hana? Gott verk gerði hún mér. Fátæka hafið þið jafnan hjá ykkur og getið gert þeim gott nær þið viljið en mig hafið þið ekki ávallt. Hún gerði það sem í hennar valdi stóð. Hún hefur fyrir fram smurt líkama minn til greftrunar. Sannlega segi ég ykkur: Hvar sem fagnaðarerindið verður flutt, um heim allan, mun og getið verða þess sem hún gerði og hennar minnst
Búið til páskamáltíðar
Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna, þegar menn slátruðu páskalambinu, sögðu lærisveinar hans við Jesú: Hvert vilt þú að við förum og búum þér páskamáltíðina?
Þá sendi Jesús tvo lærisveina sína og sagði við þá: Farið inn í borgina og ykkur mun mæta maður sem ber vatnsker. Fylgið honum og þar sem hann fer inn skuluð þið segja við húsráðandann: Meistarinn spyr: Hvar er herbergið þar sem ég get neytt páskamáltíðarinnar með lærisveinum mínum? Hann mun þá sýna ykkur loftsal mikinn, búinn hægindum og til reiðu. Búið þar til máltíðar fyrir okkur.
Lærisveinarnir fóru, komu inn í borgina og fundu allt eins og hann hafði sagt og bjuggu til páskamáltíðar. Um kvöldið kom hann með þeim tólf. Þegar þeir sátu að borði og mötuðust sagði Jesús: Sannlega segi ég ykkur: Einn af ykkur mun svíkja mig, einn sem með mér etur.
Þeir urðu hryggir við og sögðu við hann, einn af öðrum: Er það ég?
Hann svaraði þeim: Það er einn þeirra tólf. Hann dýfir brauðinu í fatið með mér. Mannssonurinn fer að sönnu héðan svo sem um hann er ritað en vei þeim manni sem því veldur að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst.
Heilög kvöldmáltíð
Þá er þeir mötuðust tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það, gaf þeim og sagði: Takið, þetta er líkami minn. Og Jesús tók kaleik, gerði þakkir og gaf þeim og þeir drukku af honum allir. Og hann sagði við þá: Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga. Sannlega segi ég ykkur: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins til þess dags er ég drekk hann nýjan í Guðs ríki.
Til Olíufjallsins
Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn fóru þeir til Olíufjallsin
Í Getsemane
Þeir koma til staðar er heitir Getsemane og Jesús segir við lærisveina sína: Setjist hér meðan ég biðst fyrir. Hann tók með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes. Og nú setti að honum ógn og angist. Hann segir við þá: Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið.
Þá gekk Jesús lítið eitt áfram, féll til jarðar og bað að þessi stund færi fram hjá sér ef þess væri kostur. Hann sagði: Abba, faðir! allt megnar þú. Tak þennan kaleik frá mér! Þó ekki sem ég vil heldur sem þú vilt.
Jesús kemur aftur og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: Símon, sefur þú? Gastu ekki vakað eina stund? Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.
Jesús kemur aftur og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: Símon, sefur þú? Gastu ekki vakað eina stund? Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.
Aftur vék Jesús brott og baðst fyrir með sömu orðum. Þegar hann kom aftur fann hann þá enn sofandi því drungi var á augum þeirra. Og ekki vissu þeir hvað þeir ættu að segja við hann.
Í þriðja sinn kom hann og sagði við þá: Sofið þið enn og hvílist? Nú er nóg. Stundin er komin. Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna. Standið upp, förum! Sá er í nánd er mig svíkur.
Tekinn höndum
Um leið, meðan Jesús var enn að tala, kemur Júdas, einn þeirra tólf, og með honum flokkur manna frá æðstu prestunum, fræðimönnunum og öldungunum og höfðu þeir sverð og barefli. Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: Sá sem ég kyssi, hann er það. Takið hann höndum og færið brott í tryggri vörslu.
Markúsarguðspjall 14 kafli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2009 | 13:33
Aglowfundur í Reykjavík í kvöld kl.20
Aglowkonur í Reykjavik verða með fund í SEM salnum Sléttuvegi 3, í kvöld kl.20.00
Það er alltaf jafn yndislegt að kíkja á Aglow hlusta á uppbyggilegt Guðsorð, biðja saman og
syngja. Í kvöld mun Rut Guðmundsdóttir fjalla um efnið "Hvernig heyrum við Guð tala"
Guðrún HLín mun spila á píanóið og leiða sönginn.
Að sjálfsögðu verða gómsætar veitingar aðhætti Aglowkvenna.
Frábært kvöld framundan með Aglow konum í Reykjavik.
Ef þú vilt kynna þér Aglowstarfið nánar eru mánaðarlegir fundir opnir fyrir
allar konur/ stúlkur sem vilja kynna sér starfið nánar.
Þú ert hjartanlega velkomin að þiggja kaffi og spjalla við okkur.
Guð blessi þig margfaldlega.
Jesús er ég nefni nafnið þitt
nálgast þú og blessar lífið mitt
Þú læknar sérhvert sár
og þerrar sorgartár
Jesús er ég nefni nafnið þitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 11:29
Bannað að nota playmó í barnastarfi
Verð að deila þessari frétt með ykkur um prestinn og Playmobil leikföngin sem vinir mínir " Rödd í óbyggð" skrifa um í dag. Eins og þið flest þekkið eru Playmó og Legó mjög skemmtileg leikföng og í miklu uppáhaldi hjá krökkum. Mínir strákar eiga bílfarma af þessu skemmtilega dóti.
Þegar ég var með barnastarf og Krakkaklúbbinn Örkina hans Nóa notuðum við Playmó og Legó til að auðga fræðsluna um Jesú og daglegt líf. Við notuðum líka teiknimynda fígúrur, Denna dæmalausa í leik sem heitir það er Ókeypis að brosa. Krakkarnir komu sjálf með hugmyndir að sögum og leikþáttum einskonar míní leikbrúðuhús. Og við notuðum Playmó sem leikmuni. Sem betur fer vorum við á litla Íslandi en ekki í Þýskalandi þar sem auga stóra bróðir skannar hugmyndaríka presta og setur þeim stólinn fyrir dyrnar. Í dag heitir það á fagmáli " við meigum ekki móðga önnur trúarbrögð "
Skiljanlega hafa leikfangarisarnir áhyggjur af minkandi sölu og hugsanlegu gjaldþroti ef önnur trúarbrögð (sem eru að yfirtaka Evrópu) móðgast líkt og gerðist í Danmörku varðandi teikningarnar af múhameð.
Fulltrúi Playmobil hefur sagt: Við erum ekki að fetta fingur út í það að nota fígúrurnar eins og þær eru seldar í upprunalegu útliti. Það sem við erum að gera athugasemdir við er að endurhanna þær og breyta útilit þeirra. Fulltrúinn neitaði að tjá sig um ásakanir þess eðlis að fyrirtækið væri að þrýsta á lokun verkefnisins til þess að verjast hugsanlegum gagnrýnisröddum annarra trúarbragða.
Greinin öll Rödd í óbyggð
Hugsið ykkur bara ef bjöllunni yrði hringt hér einn daginn og laganna verðir afhnetu mér bréf frá playmobil, legó og Denna dæmalausa...
Það er vandlifað í þessum heimi.
Göngum á Guðs vegum.
www.aglowgb.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 10:43
Aglowkvöld í Garðabæ kl.20.00 - í Skátaheimilinu
Aglow kvöld 2. apríl í Garðabæ kl.20.00
Ótrúlegt en satt, komin apríl og vor í lofti. Aglowkonur í Garðabæ verða með páskafund í kvöld 2. apríl Yfirskrift fundarins er " Guð hefur áætlun með líf þitt " Lofgjörð og tilbeiðsla, kaffihlaðborð og vinaleg stemming við kertaljós.
Þórdís Sigurðardóttir rekstrarstjóri Vegarins verður gestur okkar 2. apríl. Þegar ég kynntist Þórdísi bjó hún á Skagaströnd. Þrátt fyrir ungan aldur er líf hennar og reynsla efni í heila bók. Þórdís er ein af stofnendum Foreldrahúss og starfaði þar sem ráðgjafi til margra ára.
Sem foreldri barns er lenti í klóm fíkniefna þekkir Þórdís að eigin raun þá djúpu sorg og togstreytu sem foreldri og fjölskylda gengur í gegnum. EN þökk sé Guði , Þórdís þekkti mátt bænarinnar - Hún mun deila með okkur lífi sínu og trúarreynslu á lifandi Guð sem umbreytir lífi og svarar bænum.
Allar konur hjartanlega velkomnar í skátaheimilið við Bæjarbraut í Garðabæ
kl. 20.oo
Guð blessi þig.
Kíktu á síðuna okkar
www.aglowgb.net
Biðjum fyrir
Að þjóðin Ísland snúi sér til Drottins, mitt í erfiðleikum sínum.
Að þú heyrir grát okkar og miskunnir okkur er við köllum í
neyð okkar eftir hjálp.
Jesaja. 30;19-
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 01:16
Michael W. Smith er einn virtasti tónlistarmaðurinn í kristna geiranum.
Michael W. Smith er bæði vinsæll og virtur sem tónlistarmaður í gospel-geiranum. Hann er allt í senn söngvari, lagasmiður og spilar dável á píanó. Lofgjörðardiskarnir hans seljast í þúsundavís. Tónlistin hans er sungin í kirkjum og á Aglow fundum. Nýr diskur frá kappanum kom út fyrir stuttu síðan "A New Hallelujah" Titillagið heitir Majesty, dásamlega fallegt lag og texti sem fjallar um kærleika Guðs til okkar.
Drottinn styður alla þá, er ætla að hníga, og reisir upp alla niðurbeygða.
Allra augu vona á þig, og þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma.
Þú lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun.
Drottinn er réttlátur á öllum sínum vegum og miskunnsamur í öllum sínum verkum.
Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni.
Hann uppfyllir ósk þeirra er óttast hann, og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim.
Sálmur 145; 14- 19
Guð blessi þig.
Helena
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.3.2009 | 20:53
IN MEMORIAM - 63 YEARS LATER
It is now more than 60 years after the Second World War ended. This e-mail is being sent as a memorial chain, in memory of the six million Jews, 20 million Russians, 10 million Christians, and 1,900 Catholic priests who were murdered, massacred, raped, burned, starved and humiliated with the German and Russian Peoples looking the other way!
Now, more than ever, with Iran, Syria, and others claiming the Holocaust to be 'a myth,' it's imperative to make sure the world never forgets, because there are others who would like to do it again.
Óhugnaður sem má ekki endurtaka sig kæru vinir.
Shalom í Guðs friði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)