Færsluflokkur: Vefurinn
21.2.2007 | 00:23
Aglow-hópar á Íslandi.
Á Íslandi eru átta hópar starfandi víðsvegar um landið. Hóparnir eru misstórir eða frá 10-70 konur sem mæta á Aglowkvöld. Það sem einkennir Aglowið er stemmingin og hlýleg nærvera Guðs við syngjum gospellög,hlustum á góðan fyrirlestur og biðjum saman,það er gott að biðja,bæn er samtal við Guð.Okkur líður vel saman Aglowið er gefandi og heillandi starf.
Hér á höfuðborgarsvæðinu eru tveir hópar, Aglow í Reykjavik er elsti hópurinn þær eiga 20 ára afmæli á þessu ári,flottar konur sem halda fundi í Kristniboðssalnum við Háleitisbraut 58, síðasta mánudag hvers mánaðar kl.20.00 -22.00.
Í Garðabæ er fundur fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl.20.00 í Skátaheimilinu v/ Bæjarbraut.Hér eru frískar stelpur sem ætla sér mikla hluti og verður gaman að fylgjast með gangi mála hjá Aglowgb.
Ef þig langar til að kíkja er bara að skella sér í kápuna og mæta á svæðið!!!!
Á Selfossi er kaffihúsastemming við kertaljós fyrsta fimmtudag hvers mán. kl.20.30 fundirnir eru í Hvitasunnukirkjunni.
Á Hvolsvelli er Aglow í Húsinu í Fljótshlíð annan fimmtudag hvers mán. kl.20.00
Í Vestmannaeyjum er Aglow í Safnaðarheimili Landakirkju fyrsta miðviðvikud. hvers mán. kl.20.00
Í Stykkishólmi er Aglow í fyrsta miðvikud. hvers mán. kl.20.00 í safnaðarheimilinu.
Í Grundarfirði er Aglow annan hvern miðvikudag kl.15.00 í safnaðarheimilinu.
Á Akureyri er Aglow þriðja mánudag hvers mán. kl.20.00
Langar þig til að kynnast Aglow starfinu nánar, kíktu á heimasíðu Aglow á Íslandi
www.aglow.is
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)