Færsluflokkur: Ráðstefnur
15.10.2007 | 14:16
Aglow hreyfingin er kraftaverk !
Aglow International 40 ára afmæli
1967-2007
Jane Hansen forseti Aglow International
Aglow International hélt uppá 40 ára afmæli hreyfingarinnar í sept. sl. nánar í Seattle Washingtonfylki USA. Fjórtán íslendingar héldu utan til að taka þátt í gleðinni og var þessi ferð stórkostleg upplifun.
Aglow starfar nú meðal 170 þjóða,21 þúsund konur gegna leiðtogastörfum innan hreyfingarinnar og liðlega 17 millj. manns snerta Aglowstarfið með einum eða öðrum hætti daglega á heimsvísu.
Orðsk. 31.25 stendur "Kraftur og tign er klæðnaður hennar og hún hlær að komanda degi "þessi orð eiga vel við Aglowkonurnar.
Hátíðin sjálf stóð í 4 daga með þéttskipaðri dagskrá; Tónleikar,lofgjörð og tilbeiðsla,ræðumenn og konur,kynning á starfi þjóðanna og síðast en ekki sýst var Dagur þjóðanna ákaflega áhrifaríkur.
Hver þjóð átti sinn fulltrúa sem gekk inní salinn með þjóðfánan og ríkti mikil gæsahúð í okkar hóp þegar Rúna Loftsd. gekk inní salinn með íslenska fánann íklædd þjóðbúningi okkar sem er einn sá fallegasti að mínu mati.Við íslendingarnir vorum stolt og blessuð að fá að vera hluti af kraftaverki Guðs sem Aglow starfið er.
Aglowstarfið byrjaði við eldhúsborðið í Edmond Seattle árið 1967 við borðið sátu 4 konur sem áttu hugsjón og mynd í huga sínum að ná til kvenna.Engin þekkir heim kvenna jafnvel og konur sjálfar.Teningum var kastað fyrr en varði bættust fl. konur í hópinn,konur sem vildu biðja og leita Guðs fyrir fjölskylduna sína og þjóðfélag.
Bænanet kvenna var fætt,net sem átti eftir að verða ein stærsta og öflugasta hreyfing kvenna í heiminum.
Aglowstarfið byggist á tveimur megin stólpum; Bæn og Trúboð.
Aglow vill sjá konur endurreistar, undirbúnar og gera þeim kleift að ná því hlutskipti sem Guð hefur ætlað þeim. Aglow viðurkennir að endurreisn byrjar með frelsi í Jesú Kristi
Aglow á Islandi heldur uppá 20 ára afmæli starfsins helgina 19-20 okt. nk. á Grand Hótel. Sjö Aglow hópar eru núna starfandi hér á landi.Það er mikil blessun að eiga fólk sem biðja fyrir landi og þjóð daglega.
Fottar Aglow stelpur frá Islandi
Heimasíða Aglow á Íslandi www.aglow.is
Heimasíða Aglow International www.aglow.org