Færsluflokkur: Matur og drykkur
7.1.2009 | 23:43
Skemmtilegur félagsskapur -
Skemmtilegur félagsskapur
Mér finnst voða notalegt að mæta á Aglow fundina í Garðabænum, það er svo gott að geta lagt fram bænaefni, og mér finnst þetta vera svo góður félagsskapur við verðum allar svo góðar vinkonur, tek Aglow fram yfir saumaklúbb! en við sleppum náttúrulega ekki því að fá okkur eitthvað gott með kaffinu! ( Guðrún S)
Aglow kvöld fimmtudaginn 8. janúar kl. 20. 00 í Garðabæ
Aglow kvöld í Skátaheimilinu við Bæjarbraut kl. 20.00
Fyrsti fundur á nýju ári í skemmtilegum félagsskap eins og Guðrún nefnir hér að ofan. Við hefjum kvöldið stundvíslega kl.20 á kaffi og léttu meðlæti, njótum þess að spjalla og hlusta á góða tónlist. Dagskráin er fjölbreytt og innihaldsrík að vanda. Svanhildur opnar fundinn, Halldóra biður með okkur fyrir bænaefnum, Ásta Lóa kemur á óvart ( ómissandi gleðigjafi) Helena tekur fram gítarinn og leiðir okkur í samsöng.
Undir vængjum hans
Yfir skrift kvöldsins er " Undir vængjum hans" Setning tekin úr Sálmi 91; og Rutarbók. Helena ætlar að leiða okkur í allan sannleikan um Naomi og Rut, dugmiklar konur sem breyttu heimsmynd síns tíma. Það var kreppa í landinu og vandlifað. Naomi og Rut tvær konur með mikilvægt hlutverk, sem skyldu að Guð bregst aldrei, áætlun hans með líf okkar er áætlun til heilla og hamingju. Konan er mikilvæg í áætlun Guðs, hlutverk okkar og köllun er stærri en okkur grunar. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hvað Guðs orð segir um konur.
Væna konu hver hlýtur hana hún er miklu meira virði en perlur ( Orðsk. 31;10 )
Frábært kvöld í kærleiksríkum félagsskap, gott upphaf á nýju ári.
Vonast til að sjá þig á Aglow, við tökum vel á móti þér !
Kærleiks kveðja
Helena L.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2007 | 18:17
Mig langar að gefa 3 milljónir
Einstaklingur sem kallar sig Nonni heimsótti okkur á skrifstofu
ABC barnahjálpar í dag og sagði " Mig langar að gefa 3 milljónir"
til Kenya. Já,þú ert að lesa rétt...3 milljónir , kona á Akureyri
sendi 1 milljon til Kenya, símalínurnar loga og tölvupóstum riggnir
inn, íslenska hjartað hefur tekið við sér enn á ný. Við hjá ABC-
barnahjálp og Þórunn Helgadóttir sem er forstöðukona í Nairobi
Kenya erum með tárin i augunum af þakklæti.
Umfjöllunin í Kompás þættinum í gærkveldi hefur hrært hvert
einasta hjarta og fólk segir ég get ekki horft uppá þessa neyð,
ég verð að gera eitthvað ! Takk,takk og Guð blessi ykkur öll
sem eruð að hjálpa okkur að lyfta grettistaki í slumminu í
Kenya.
Þú ert kannski að pæla í hvað þú getur gert, lyfjaskammtur
fyrir barn sem er veikt af malaríu kostar kr.500, okkur sár-
vantar stuðningsaðila og foreldra sem vilja kosta fulla
framfærslu barns (Menntun,heimili,læknishjálp,umhyggja)
Það kostar kr.3200.- á mánuði.
Heimasíðan okkar www.abc.is
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)