„Vinur elskar ætið og í raunum er hann sem bróðir.“

Undanfarna daga hef ég verið að hugsa um vináttuna og gildi hennar. Að eiga trausta og góða vini er mikill fjársjóður sem fæðir af sér óteljandi minningar og gleði. Ég segi stundum við fólk sem ég hitti, gerðu Guð að vini þínum Hann bregst aldrei. „Vinur elskar ætið og í raunum er hann sem bróðir.“ ( Orðsk. 17;17 )

Vináttusambönd eru einhver fallegustu og nánustu sambönd sem við getum átt. Til að geta deilt lífi okkar, vonum okkar, gleði og vonbrigðum, þurfum við að eiga vin. Nútímafólk er oft mjög önnum kafið, og því miður bitnar það stundum á því hvernig við ræktum sambandið við vini okkar. En á öllum tímum hefur fólk metið það mjög mikils að eiga góða vini. Við erum svo blessuð að geta átt vin í Guði og Jesús Kristi, Guð þráir að eiga náið vinasamband við okkur.

Engin á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það sem ég býð yður.“ (Jóh. 15;13-)
Jesús sannaði vináttu sína þegar hann dó á krossinum fyrir okkur.Gerðu Jesú Krist að víni þínum, Hann mun aldrei bregðast þér.

Guð gefi þér yndislegan dag
Helena
ps. Orð Guðs til þín "Lesa"

Blóm og vinátta


Basar Kristniboðsfélags kvenna í dag, Miðbæ v/ Háleitisbr. 58-60

Skemmtilegur dagur framundan, reyndar allar helgar fram að jólum getum við glatt þá sem minna mega sín, að gefa er gleði og sæt tilfinning sem enginn má fara á mis við. Gjöfin getur verið hlýlegt bros, orð eða hjálpa þeim sem standa að hjálparstarfi. Samtökin ABC og Kristniboðssambandið eiga athygli mína.

afgotu        IMG 4693

Jólabasar Kristniboðsfélags kvenna 22. nóvember kl.14.00- 17.00 Kristniboðssalnum, Miðbæ við Háaleitisbraut 58-60
Á boðstólum verður handavinna, ýmisleg gjafa- og jólavara, kökur og smákökur, happdrætti og fleira. Einnig verður tækifæri til að setjast niður með kaffibolla og vöflur. Basarinn hefur verið mikilvæg tekjulind fyrir kristniboðið í áratugi og hvetjum við alla velunnara starfsins til að líta inn.

Súpa og brauð í hádeginu á laugardögum til styrktar ABC

Veitingastaðurinn Basil og Lime, Klapparstíg 38 ætlar að bjóða vegfarendum upp á súpu og brauð í hádeginu á laugardögum fram að jólum. Súpan verður seld í tjaldi við veitingastaðinn og kostar 500 kr. Allur ágóði súpusölunnar rennur í neyðarsjóð ABC barnahjálpar. Súpusalan hefst laugardaginn 15. nóvember.

Við hvetjum alla sem leggja leið sína í miðbæinn að staldra við, fá sér heita súpu í hádeginu og styrkja gott málefni. Vegna gengislækkunnar krónunnar er þörfin fyrir aðstoð mikil.

Málverk listamannsins Tolla á uppboði til styrktar ABC
Á sýningunni verður efnt til uppboðs á málverki Tolla sem hann gefur til styrktar ABC barnahjálp,
en á sýningunni verður sérstök kynning á barnahjálp ABC.Reykjavík Art Gallerý er opið alla daga nema mánudaga kl. 14.-17
 

Njótum helgarinnar, elskum hvort annað.
Guðs blessun gleði hjarta þitt í dag.
Helena
ps. Viltu draga mannakorn? Lesa hér


Bloggfærslur 22. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband