Flugeldar og jólaguðspjallið

Steiktur fiskur eða soðinn með smjeri og rauðum kartöflum. Ég fæ vatn í munninn og hugsa til hækkandi sólar þegar ég get sagt kjötætunum á mínum bæ að nú sé nóg komið af steikum og hlaðborði nægta.

Ýmsar myndir 205

Það styttist í áramót og nýtt ár 2009 er rétt handan við hornið. Hér er verið að skoða flugelda og háværar sprengjur, ég er hrifnust af stjörnuljósum enda lítið fyrir stríðslæti og titrandi jörð. En mæti að sjálfsögðu út á hól og hrópa Váaa..váaa þessi var æði og brosi mínu breiðasta og klappa saman höndum. Hetjurnar mínar verða að fá hvatningu á þeim örlagaríka tíma sem áramót eru.

 

 

Sonur minn og jólaguðspjallið.

Við höfum þann ágæta sið á mínu heimili að lesa jólaguðspjallið á aðfangadagskvöld synirnir skiptast á að lesa og var höfð æfing í stofunni. Viðhafnar Biblían var dregin fram og flett uppá Lúkasarguðspjalli 2 kafla.

Sá yngsti setti sig í stellingar og hóf lesturinn enda með Viðurkenningarskjal frá skólanum sem einn
besti upplesarinn á degi Ísl. tungu. Eftir lesturinn spurði sá stutti ; Hvað merkir þetta dýrð sé Guði í
upphæðum?... Á maður að lofa Guð með peningum ?
Og hvar er talað um Jón Ásgeir og vitfirringana (Spaugstofu útlegging) ... svo mörg voru þau orð.

Faðir hans settist niður og útskýrði texta guðspjallsins því ekki vildum við að blessað barnið mundi
tengja jólaguðspjallið við Kreppuárið 2008 og Jón Ásgeir.

Kær kveðja úr Faxatúni
Helena


Bloggfærslur 29. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband