6.12.2008 | 20:41
Ekki orð...frekar en fyrridaginn!
Ég settist við tölvuna mína meðan kjúklingurinn mallaði í ofninum og var satt best að segja spennt að skoða umfjöllun fjölmiðla um BÆNAGÖNGUNA " Ljós í myrkri 2008 " Nei...ekki orð, myndir eða lítil umsögn. Ja, hérna hugsaði ég meðan ég smellti á netmiðla. Nei... en full ástæða var að setja inn frétt frá fámennum mótmæla fundi við Alþingishúsið. Núna hef ég uppgötvað að fjölmiðlar hafa ekki áhuga á góðum fréttum allra síst fréttum af kristnu fólki frá öllum kirkjudeildum sem sameinast ( ath. samstaða og eining)í bænagöngu að Alþingishúsinu og biðja þjóðinni og ráðamönnum blessunar.
Kristnir menn eru of friðsamir það er ekki spennandi fréttaefni. Ekkert egg flaug að húsi, enginn hnefi á loft,reiðiöskur, æsingur,hróp og köll..hatur og reiði gegn ráðamönnum þjóðarinnar.
Lindin var með beina útsendingu frá athöfninni, allt fór sérstaklega vel fram af virðingu og kurteisi við Guð og menn. Íslenski fáninn sem ber mynd af krossi Jesú Krists var hafin upp, beðið fyrir þjóðinni til lausnar og blessunar að kærleikur Guðs sem gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf snerti menn og konur - Okkur öll.
Þjóðin þarf ekki galdur né nornaseið til lausnar, það hefur aldrei gefið vel af sér að vera í vinfengi við myrkrahöfðingjan. Guð forði okkur frá þeirri blekkingu og lýgi sem heiðindómur reynir að heilla þjóðina með.
Eftir bænagönguna var heitt kakó á Hernum, Súpa og brauð á veitingastaðnum Basil og Lime á vegum ABC barnahjálpar til styrktar starfinu. Vegurinn kristið samfélag var með basar.Í Hafnarborg í Hafnarfirði var yndisleg kóraveisla og Jólaþorpið iðaði af mannlífi. Frábær dagur með góðu fólki út um allan bæ.
Guðs blessun og náð umvefji okkur öll.
Viltu lesa safaríkt orð? Smelltu hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2008 | 00:01
Ljós í myrkri - Bænaganga 2008
Upphafsbæn
Blásið til göngu
Ganga leggur af stað
Mótorhjól aka á undan göngu ef veður leyfir
Gengið frá Hallgrímskirkju, Skólavörðustíginn, Lækjartorg inn á Austurvöll
Herbert Guðmundsson syngur bænagöngulag í tilefni dagsins
Ávarp á Austurvelli og bæn fyrir þjóðinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)