Aðventan er sérstakur tími í hugum okkar kristinna manna.

jkort5

Á Íslandi er aðventan og jólahald stór þáttur í lífi okkar, sterkar fjölskylduhefðir setja svip sinn á undirbúning og hefðir sem meiga ekki  breytast. Fjölskyldan og vinir eru okkur mikilvæg , einnig þeir sem minna meiga sín við viljum að sem flestir njóti  jólahaldsins, samkenndin og smæðin þjappar okkur saman.  Í gær átti ég langt spjall við konu frá Mæðrastyrksnefnd , þörfin hefur aldrei verið brýnni . Ég spurði hana um jólagjafir fyrir börnin, hún sagði að mikil þörf væri fyrir hendi.  Aðventan er tími ljóss og friðar, tími sem við finnum  sterka þörf fyrir að sýna kærleika og umhyggju. Efst í huga okkar á þessum tíma er að halda utan um hvort annað.

Undirbúningur jóla til sveita...

xlaufabraud6 s smaAðventan hefur gegnum tíðina verið undirbúningur fyrir jólahátíðina. Fólk undirbjó sig og heimili sín til að taka á móti jólunum. Hér áður fyrr, hélt fólk upp á jólaföstuinnganginn með þvi að hafa betri mat. Keppst var við vinnu aðallega ullarvinnu og prjónaskap sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól, staurvikuna , en hún fékk þetta furðulega heiti vegna þess að menn settu litlar spýtur á stærð við eldspýtur í augu sín til að varna þvi að þeir sofnuðu yfir vinnu sinni.

Menn fengu þá gjarnan auka-bita sem laun fyrir allt stritið, sá biti var nefndur staurbiti. Svo þurfti að huga að jólunum sjálfum. Þá var allt þvegið og sópað hátt og lágt, öll nærföt þvegin og stundum úr rúmunum líka og jafnvel mestu sóðarnir brutu venjuna og voru hreinir og þokkalegir.

Það var gömul trú hér á landi að Guð láti koma þíðviðri og þurk rétt fyrir jól, til þess að fólk geti þvegið af sér fötin og fengið þau sem fyrst þurr. Þennan þurrk var vant að kalla fátækraþerri. /skólavefurinn

AÐVENTAN

Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottin sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.

Texti: Lilja Kristjánsdóttir

 

 


Bloggfærslur 7. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband