Hrúturinn Hreinn - Algjör snilld!

Two%20Couples%20by%20Teagan%20Read
Hitamælirinn við eldhúsgluggann sýnir 8° Arnarnesvogurinn er spegilsléttur, mér sýnist blátoppurinn byrjaður að bruma og vorlaukar gæjast uppúr blautri moldinni undir stofuglugganum. Samt sýnir dagatalið 25. janúar 2009 -veturkonungur hefur ekki sýnt vald sitt hér á höfuðborgarsvæðinu nema í formi mótmæla og stjórnarkreppu. 

Auðvitað er fullsnemmt að huga að vorverkum því febrúar er handan við hornið og hugsanlegt páskahret. Samt sem áður vona ég að vorblíðan nái inní íslensk stjórnmál  þegar nær dregur.

Höfuðborgarsvæðið er gjörsamlega að fara á taugum sagði góð vinkona mín á Snæfellsnesi, viltu ekki bara koma vestur í rólegheitin, hér gengur lífið sinn vanagang enda höfum við lítið vitað af góðærinu sem þið eruð að væla yfir. Kannski hefur hún rétt fyrir sér að góðærið náði aldrei út fyrir bæjarmörkin.
Burt séð frá þvi finnst mér Hrúturinn Hreinn eitt besta sjónvarpsefni sem rúv býður uppá -
Algjör snilld.

Fallegt veður - Slökkt á öllum miðlum - Göngutúr kringum Vífilstaðavatn heillar.

Njótið lífsins, reynum að slaka svolítið á,  þrátt fyrir allt heldur lífið áfram !

Guð blessi Ísland
Helena


Bloggfærslur 25. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband