Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 18. – 25. jan.

Komum saman í upphafi árs til bæna og samfélags. Samkirkjuleg bænavika er kærkomin vettvangur fyrir alla þá sem stunda bænalíf og vilja kynnast bænafólki og efla samfélag og vináttu.

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kirkjunnar er haldin árlega í janúar. Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu. Þemað er " Sigur Krists umbreytir okkur!" og kemur úr I. Korintubréfi, 15:51-58 og vísar í sögu Póllands og orðræðu sigurs og ósigurs.


Langar þig til að hitta bænafólk og taka þátt í bænastund? Hér að neðan eru upplýsingar um dagskrá.

Dagskrá bænaviku
Hér á landi er bænavikan undirbún af samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samkirkjulegum hópum á Akureyri og víðar. Bænastundir og samverur eru flesta daga. Einnig verður málþing um samkirkjumál í Seltjarnarneskirkju 24. janúar kl. 16-18.

 Sjá nánar: http://kirkjan.is/baenavika/

Blessunarkveðjur.

Helena

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband