22.11.2008 | 13:09
Basar Kristniboðsfélags kvenna í dag, Miðbæ v/ Háleitisbr. 58-60
Skemmtilegur dagur framundan, reyndar allar helgar fram að jólum getum við glatt þá sem minna mega sín, að gefa er gleði og sæt tilfinning sem enginn má fara á mis við. Gjöfin getur verið hlýlegt bros, orð eða hjálpa þeim sem standa að hjálparstarfi. Samtökin ABC og Kristniboðssambandið eiga athygli mína.
Jólabasar Kristniboðsfélags kvenna 22. nóvember kl.14.00- 17.00 Kristniboðssalnum, Miðbæ við Háaleitisbraut 58-60
Á boðstólum verður handavinna, ýmisleg gjafa- og jólavara, kökur og smákökur, happdrætti og fleira. Einnig verður tækifæri til að setjast niður með kaffibolla og vöflur. Basarinn hefur verið mikilvæg tekjulind fyrir kristniboðið í áratugi og hvetjum við alla velunnara starfsins til að líta inn.
Súpa og brauð í hádeginu á laugardögum til styrktar ABC
Veitingastaðurinn Basil og Lime, Klapparstíg 38 ætlar að bjóða vegfarendum upp á súpu og brauð í hádeginu á laugardögum fram að jólum. Súpan verður seld í tjaldi við veitingastaðinn og kostar 500 kr. Allur ágóði súpusölunnar rennur í neyðarsjóð ABC barnahjálpar. Súpusalan hefst laugardaginn 15. nóvember.
Við hvetjum alla sem leggja leið sína í miðbæinn að staldra við, fá sér heita súpu í hádeginu og styrkja gott málefni. Vegna gengislækkunnar krónunnar er þörfin fyrir aðstoð mikil.
Málverk listamannsins Tolla á uppboði til styrktar ABC
Á sýningunni verður efnt til uppboðs á málverki Tolla sem hann gefur til styrktar ABC barnahjálp,
en á sýningunni verður sérstök kynning á barnahjálp ABC.Reykjavík Art Gallerý er opið alla daga nema mánudaga kl. 14.-17
Njótum helgarinnar, elskum hvort annað.
Guðs blessun gleði hjarta þitt í dag.
Helenaps. Viltu draga mannakorn? Lesa hér
Guðs blessun gleði hjarta þitt í dag.
Helena
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.