Hlustaðir þú á messuna í dag?

Sjá Huggarinn er hér... hljómaði frá litla útvarpinu mínu kl.11.00 í dag. Notalegt að heyra fallegan og innihaldsríkan söng í morgunsárið.  Rúv á heiður skilið fyrir útvarpsmessurnar á helgidögum. Messan í dag var einstaklega gleðjandi, söngur og lagavel átti vel við daginn og þessa stórkostlegu hátíð kristinnar kirkju sem Hvítasunna er. Hafliði Kristinsson prédikaði, langt síðan ég hef heyrt jafn góða ræðu sem ýtti við mér á hressilegan hátt...

Hvet ykkur til að hlusta góðir landsmenn. Messa á rás 1

Guðs blessun til ykkar.

Helena


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Kom helgur andi ég þarf þín

Kom helgur andi ég bið

Kom með þinn kraft og þinn kærleik

Kom helgur andi ég bið.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband