Konur voru fyrstar...

Í dag er 19. júni dagur helgaður konum, mér þykir mjög vænt um þennan dag.

Hvergi hef ég lesið meira lof um konur en í Heilagri ritningu, hér læt ég fylgja fáein gullkorn um konur og drifkraft þeirra sem höfðu áhrif á mannkynssöguna.

...Konur voru...

...síðastar hjá Jesú við krossinn.
Mark.15,47-

...fyrstar við gröfina
Jóh. 20,1-

...fyrstar til að kunngjöra upprisuna
Matt. 28,8-

...fyrstar til að prédika til Gyðinga
Lúk.2,37-38

...þátttakendur í fyrstu bænasamkomunni
Post.1,14-

...fyrstar til að taka á móti trúboðum Krists í Evrópu
Post.16;13-

...þær fyrstu til að snúast til trúar í Evrópu
Post. 16,14-

Guð skapaði karl og konu til að vinna sameinuð að þeim verkefnum sem lífið leggur í veg okkar. Sameinuð erum við sterk, einingin er siguraflið sem sigrar allar hindranir.  Ég færi öllum konum blessunaróskir í tilefni dagsins og körlum hlýja kveðju.

Njótum dagsins og sólarinnar.
Guð blessi ykkur öll

Helena


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband