Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir fallegt lag

Flottur og smurður flutningur hjá þeim - There is none like you !

G.Helga Ingadóttir, mið. 18. mars 2009

Sæl Helena þetta er Eyglo

Ég vil þakka þér fyrir síðasta fund sem var mjög góður og þið eruð mjög hugmyndaríkar og skemmtilegar og allir fara ríkari heim til sín á eftir. guð styrki þig og blessi shaloom biðjum fyrir friði þarna austri, israel og gaza .eyglo

Eyglo Karlsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 10. jan. 2009

Kristín Bjarnadóttir

Takk fyrir láta mig vita

Sæl Helena, takk fyrir að benda mér á að Melkorka leit hér við. Gaman að heyra meira frá henni. Langar í þessu sambandi að velta því líka upp hvers konar skilgreining lífvænlegt er eiginlega. Hvar liggja mörkin, erum við ekki öll lífvænleg? Bara í mislangan tíma og á mismunandi hátt? Held það barasta. Takk aftur fyrir að bjóða mér í heimsókn og takk fyrir að brosa með okkur "heima hjá mér" bestu kveðjur Kristín

Kristín Bjarnadóttir, mið. 7. jan. 2009

Helena Leifsdóttir

Sæl Melkorka...takk innilega !

Þakka þér innilega fyrir að skrifa í gestabókina, ég vissi að þú mundir svara okkur. Þakka þér einnig fyrir að benda á félagið www.lifsvernd.com ég hef skoðað þá síðu og er mjög sammála þeim fróðleik og þeim gildum sem Lífsvenrd stendur fyrir. Við vitum að hér skal stíga varlega til jarðar því margar konur bera ör á sálinni sinni eftir fóstureyðingu og hefðu viljað komast hjá því vali. Ég vil þakka þér fyrir greinina þína og þá djörfung sem þú býrð yfir að þora að vekja máls á einu umdeildasta málefni í ísl. þjóðfélagi. Guð blessi þig Melkorka og fjölskyldu þína.

Helena Leifsdóttir, mið. 7. jan. 2009

Lífsvernd

Hæ aftur Ég vil benda fólki á að til er félag gegn fóstureyðingum á Íslandi. Það er hægt að kynna sér, styrkja og skrá sig í félagið á lifsvernd.com Ég vil ekki þrýsta á neinn, ég vil bara að fólk sem hefur áhuga á þessu málefni viti af félaginu. kveðja Melkorka

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 7. jan. 2009

Fósturgreining

Sæl og blessuð Helena Ég heiti Melkorka og ég skrifaði greinina ,,Má bjóða þér fósturgreiningu". Mér þykir mjög vænt um viðbrögð þín og annarra sem hafa tjáð sig um greinina hér á vefsíðunni þinni. Ég fór í 20 vikna sónar vegna þess að það er ekki leyfilegt að fara í fóstureyðingu eftir 12 vikur (eða það skilst mér) og þá er m.a. verið að skoða hvort innyflin stadi út úr maganum og fleira sem hægt er að laga á meðgöngunni sjálfri eða stuttu eftir fæðinguna.Ég hef m.ö.o. ekkert á móti því að lækna börnin á meðgöngu eða eftir meðgöngu en ég er á móti því að verið sé að leita að galla í þeim tilgangi að konan geti valið að eyða fóstrinu. Varðandi börn sem eru ekki lífvænleg þ.e. eiga ekki von um að lifa nema í mjög stuttan tíma eftir fæðinguna þá segi ég að þau eiga að fá þann tíma sem þau fá. Ég veit um dæmi af slíku barni, það var tekið myndband af því og þar sést að það nýtur þess að horfa í kringum sig og upplifa heiminn þó líf þess hafi ekki verið langt.

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 7. jan. 2009

Guðrún Sæmundsdóttir

Sumarbros

Frábær færslan um sumarbros;) Njóttu sólarinnar vel í sumar:)

Guðrún Sæmundsdóttir, fös. 13. júní 2008

Linda

Kæra Helena

Síðasta færsaln þín var yndisleg, og hún talar til okkar í dag líka, sérstaklega sálmurinn, ég er búin að fara á tvær síður í morgun, og báðr fjalla um Friðin og hjálpina sem finnst í Drottni vors. Alveg dásamlegt. knús

Linda, sun. 8. júní 2008

Sæl systir :)

Flott síða hjá þér!Hlakka til að far út að borða með ykkur.Kær kveðja Siv.

Siv Carlsen (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 30. maí 2008

Sæl Helena

Mjög áhugavert starf ykkar í Aglow.Þið megið alveg skrifa meira um hvað þið eruð að gera og auglýsa hvar hægt er að nálgast ykkur.Ég kíki reglulega inná bloggið þitt.

Sigga jóns. (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008

Gunnlaugur Halldór Halldórsson

jólakveðja

Gleðileg jól og ár og Guð blessi þig kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, lau. 29. des. 2007

Rannveig Margrét Stefánsdóttir

Ég þakka...

...fyrir boð um að vera bloggvinur. Það er mér heiður. Guð blessun veri yfir þér Helena og þínu starfi í Aglow.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir, lau. 3. nóv. 2007

Gunnlaugur Halldór Halldórsson

sæl Helena

bara velkominn sem blogg vinur. Flott síðan þín GUÐ BLESSI ÞIG KV:Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, sun. 28. okt. 2007

Til hamingju með 20 ára afmælið Aglow konur

Við óskum ykkur til hamingju með 20 ára afmælið Aglow konur. Starf ykkar og fundir hafa hjálpað okkur og hvatt til dáða.Guð blessi ykkur! Takk fyrir Aglow. Bænahópurinn

Guðrún (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 27. okt. 2007

Smá kveðja frá Kenya

Hæ Helena. Ég var að leita að Aglow í Kenya og þá kom síðan þín upp:)Bið Guð að blessa þig og ykkur Aglowkonur í Garðabæ. Væri gaman að fá fréttir af sumarhátíðinni. Björg, ABC heimilinu,Nairobi

Björg Davíðsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 10. júní 2007

Halldóra Ásgeirsdóttir

Mig langaði bara til að senda öllum Aglow konum kveðju,og megi Drottinn blessa og hressa ykkur allar í sínum heilaga anda.Verið glaðar vegna samfélagsins við Drottinn! Ég segi aftur:Verið glaðar! Svo þakka ég konunum í Garðabæ fyrir síðasta fund,sem var yndislegur.Kær kveðja Halldóra Ásgeirsdóttir.

Halldóra Ásgeirsdóttir (Óskráður), lau. 14. apr. 2007

FRÁBÆRT!

Ég var datt bara óvart hér inn. Helena. Því eru engin takmörk sett hvað þér dettur í hug. Þetta er frábært. Haltu áfram þínum andlegu inspirasjónum. Þær bera ávöxt á sínum tíma.

Dögg Harðardóttir (Óskráður), þri. 20. mars 2007

Góðir fundir.

Hlakka til að hitta ykkur allar á fimtudaginn kemur! Það er rúmt um ykkur allar í hjarta mínu! Ykkar einlæg Halldóra Ásgeirsdóttir.

Halldóra Ásgeirsdóttir (Óskráður), sun. 25. feb. 2007

Skemmtilegur félagsskapur

Flott síða hjá Aglow;) Mér finnst voða notalegt að mæta á Aglow fundina í Garðabænum, það er svo gott að geta lagt fram bænaefni, og mér finnst þetta vera svo góður félagsskapur við verðum allar svo góðar vinkonur, tek Aglow fram yfir saumaklúbb! en við sleppum náttúrulega ekki því að fá okkur eitthvað gott með kaffinu! Sjáumst 1. mars

Guðrún Sæmundsdóttir (Óskráður), mið. 21. feb. 2007

Helena Leifsdóttir

Til hamingju Aglowkonur.

Drottinn lætur orð sín rætast,konurnar sem sigur boða eru mikill her. Sálmur 68:12-

Helena Leifsdóttir, sun. 23. apr. 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband