Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 18. – 25. jan.

Komum saman í upphafi árs til bæna og samfélags. Samkirkjuleg bænavika er kærkomin vettvangur fyrir alla þá sem stunda bænalíf og vilja kynnast bænafólki og efla samfélag og vináttu.

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kirkjunnar er haldin árlega í janúar. Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu. Þemað er " Sigur Krists umbreytir okkur!" og kemur úr I. Korintubréfi, 15:51-58 og vísar í sögu Póllands og orðræðu sigurs og ósigurs.


Langar þig til að hitta bænafólk og taka þátt í bænastund? Hér að neðan eru upplýsingar um dagskrá.

Dagskrá bænaviku
Hér á landi er bænavikan undirbún af samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samkirkjulegum hópum á Akureyri og víðar. Bænastundir og samverur eru flesta daga. Einnig verður málþing um samkirkjumál í Seltjarnarneskirkju 24. janúar kl. 16-18.

 Sjá nánar: http://kirkjan.is/baenavika/

Blessunarkveðjur.

Helena

 


Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 2010

                                      Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 2010

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristinna manna verður haldin hér á landi dagana 17.-24. janúar 2010. Um heim allan sameinast kristið fólk í bæn fyrir einingu þessa daga. Fjöldi samkomna og bænastunda verður haldinn í kirkjum og söfnuðum á landinu.
Aglow vinkona okkar s. María Ágústsdóttir mun flytja hugleiðingu í Ísl. Kristskirkjunni, í Fossaleyni 14, kl. 20

 

bænavika

Kvöldkaffi í Garðabæ á fimmtudagskvöldið !

Heil og sæl.

Haustið er komið með værðarlegum kvöldum við kertaljós, haustið er líka tíminn okkar í AGLOW þegar við söfnumst saman eftir sumarið til að lofa Guð, hitta hvor aðra, tengjast nýjum vináttuböndum og eiga uppbyggilegt kvöld saman.

Hauststarfið byrjar í Garðabæ, nánar í Skátaheimilinu á fimmtudaginn 10. september. Húsið opnar kl. 20.00 – Kvöldið byrjar á spjalli, síðan tökum við fram gítarinn og syngjum saman uppáhalds lögin okkar og biðjum saman fyrir innsendum bænaefnum.  Ræðukona kvöldsins er   Helena Leifsdóttir, formaður hópsins í Garðabæ.  Veglegar kræsingar verða á hlaðborðinu og kertaljós – Yndisleg stemming.  Aðgangseyrir kr. 700

Aglow kvöld er yndisleg upplifun sem  engin kona má missa af. Taktu með þér allar vinkonur þínar því  blessun Guðs er líka ætluð þeim.  
Sjáumst á fimmtudagskvöldið í Skátaheimilinu v/ Bæjarbraut í Garðabæ !

Kíktu á heimasíðuna okkar aglowgb.net

Guðs blessun til þín.

 


Jerúsalem - Hvað er svo sérstakt við þessa borg?

 Israelsferð 07 040

Í raun er ekki nein sérstök fegurð þar.  Margar höfuðborgir eru miklu fegurri. Þar eru engin vötn né tjarnir. Það má segja að borgin sé í miðri eyðimörk, þakin ryki og grjóti. Það eru margar fallegar hæðir umhverfis borgina, og bak við þær hafa margir óvinaherir getað leynst þegar þeir réðust til atlögu við hana.  Þar eru engin há fjöll, enginn villtur skógur.
Engin olía né gull og engir verðmætir steinar. Þrátt fyrir þetta hafa margar þjóðir hertekið borgina og viljað eignast hana...
Ólafur Jóhannsson, vinur minn og bróðir í Kristi skrifar þarfa áminningu á blogginu sínu í dag 19. ágúst

 Við hjónin í Jerúsalem 2007

Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir, er elska þig.

P5150023  Israelsferð 07 044

Kærleikur Guðs og umhyggja umvefji þig í dag
Helena Leifs, ( aglow.is )


Neyðarkall frá Pakistan

Brenna ofan af kristnu fólki

ABC barnahjálp hefur hrint af stað söfnun til handa fórnarlömbum heittrúaðra múslíma í Pakistan. Kristnar fjölskyldur í Chak 96, þar sem einn ABC skóli er, hafa að undanförnu verið ofsóttar af heittrúuðum múslimum.

Á dögunum voru um 120 hús kristinna fjölskyldna brennd og misstu fjölskyldurnar allar eigur sínar. Sjö manns brunnu inni, þeirra á meðal konur og börn. Um 150 slösuðust í brennunum.

Neyðarkall frá Pakistan er yfirskrift bréfs sem velunnurum ABC barnahjálpar var sent í dag. Í bréfinu lýsir Mike Ditta, forstöðumaður ABC skólanna í Pakistan, árásum heittrúaðra múslíma á hverfi kristinna í Gorjan.

Ditta segir í bréfinu að síðastliðinn laugardag hafi um eitt þúsund manns safnast saman og haldið að hverfi kristinna. Hópurinn hafi hrópað ókvæðisorð að kristnum, skotið af byssum, rænt og ruplað og síðan lagt eld að heimilum kristinna. Tvær kirkjur í hverfinu hafi sömuleiðis verið brenndar.

Beiðni kristinna um aðstoð lögreglu var ekki sinnt.

„Þetta var helvíti líkast. Við fengum enga hjálp,“ hefur Ditta eftir Atique Masih, 23 ára kristnum íbúa hverfisins. Hann komst af en hlaut skotsár á fæti.

Um 175 milljónir manna búa í Pakistan. Kristnir, mótmælendur og kaþólikkar eru um 5% íbúa landsins og hafa heittrúaðir múslímar ítrekað ofsótt minnihlutahópa.

Mikil spenna ríkir í landinu og eru kristnir uggandi um líf sitt.

Mike Ditta, forstöðumaður ABC skólanna í Pakistan rifjar í bréfi sínu upp söguna af miskunnsama samverjanum og biðlar til íslendinga um hjálp.

„Bræður mínir og systur á Íslandi, gætuð þið hjálpað okkur um einhverja fjármuni?“ spyr Ditta í bréfi sínu.

„Við höfðum til gjafmildi og rausnarskapar Íslendinga. Hjálpar er þörf nú þegar,“ skrifar Ditta ennfremur.

Chak skólinn var byggður árið 2006 og voru það hjón á höfuðborgarsvæðinu sem gáfu þann skóla.Í skólanum stunda nú rúmlega 220 börn nám. Börn frá 3 þorpum í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Chak stunda einnig nám í skólanum.

ABC barnahjálp hefur sett af stað söfnun til að hjálpa fjölskyldum kristinna í Pakistan sem misst hafa allt.

Söfnunarreikningur

0344-26-1000
kt. 690688-1589
Vinsamlegast setjið í TILVÍSUN  "Pakistan"

Heimasíða ABC á Íslandi

Frétt af mbl.is


Kotmót í Fljótshlíð um helgina.

Gamall fiðringur hreiðrar um sig þegar Kotmót nálgast. Tjald, svefnpoki og smá nesti í poka, gítar og regnföt ,  fullthús af gleði og blessun er KOTMÓT. Kotmót verður haldið í sextugasta skipti í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Hugsið ykkur, Sextíuára afmæli þar sem þúsundir koma saman  til að taka þátt í útihátíð sem er án vímuefna. Barnamót – Unglinga geim og tónleikar , samkomur í Örkinni þar sem Guðsorð er prédikað , mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Er hægt að hugsa sér betri helgi ? Kotmót er líka eins og risastórt ættarmót, fjölskyldur sameinast, ættingar og vinir sem búa víðsvegar um landið hittast í Kotinu og þá er nú gaman.

söngur  eldur

André Crouch ásamt hljómsveit og Gospelkór mun heiðra hátíðargesti á sunnudagskvöldið 2. ágúst kl.22.00 magnaðir tónleikar í Örkinni, eins gott að mæta tímanlega.

tónleikar

Heilbrigð skemmtun fyrir alla, kiktu á heimasíðuna KOTMÓT

Sjáumst í Kotinu

Ýmsar myndir 060
Aglowkonur á Kotmóti; Bryndís,Unnur og Helena ( og Rútur )

 

Guð blessi ykkur.

Helena


Kona læknaðist af hjartasjúkdómi vegna eldingar

Guð almáttugur kemur víða við eins og sjá má, skemmtileg frétt í pressunni í dag.

Rúmlega fimmtug kona í Serbíu læknaðist nýlega af hjartasjúkdómi vegna þess að hún varð fyrir eldingu. Læknar sem hafa meðhöndlað Nödu Acimovich árum saman vegna alvarlegrar hjartsláttaróreglu segja að makalaus heppni hennar hafi verið tvöföld er hún varð lostin eldingu í miklu þrumu- og vatnsveðri sem gekk yfir stóran hluta meginlandsins fyrir skömmu. Í fyrsta lagi var hún heppin að eldingin skyldi ekki drepa hana en það varð henni til bjargar að hafa skó með mjög þykkum gúmmísólum á fótunum þegar atvikið átti sér stað.

Í öðru lagi hefur hjarsláttróregla hennar horfið eftir atvikið og Nada lifði því ekki aðeins eldinguna af heldur kemur líklega til með að lifa miklu lengur en hún hefði gert ef elding hefði ekki lostið hana. Sjúkdómurinn er vanalega meðhöndlaður með raflosti. Eldingin virðist nú hafa gert mun betur en slíkar aðferðir.

www.pressan.is

 

 


Konur voru fyrstar...

Í dag er 19. júni dagur helgaður konum, mér þykir mjög vænt um þennan dag.

Hvergi hef ég lesið meira lof um konur en í Heilagri ritningu, hér læt ég fylgja fáein gullkorn um konur og drifkraft þeirra sem höfðu áhrif á mannkynssöguna.

...Konur voru...

...síðastar hjá Jesú við krossinn.
Mark.15,47-

...fyrstar við gröfina
Jóh. 20,1-

...fyrstar til að kunngjöra upprisuna
Matt. 28,8-

...fyrstar til að prédika til Gyðinga
Lúk.2,37-38

...þátttakendur í fyrstu bænasamkomunni
Post.1,14-

...fyrstar til að taka á móti trúboðum Krists í Evrópu
Post.16;13-

...þær fyrstu til að snúast til trúar í Evrópu
Post. 16,14-

Guð skapaði karl og konu til að vinna sameinuð að þeim verkefnum sem lífið leggur í veg okkar. Sameinuð erum við sterk, einingin er siguraflið sem sigrar allar hindranir.  Ég færi öllum konum blessunaróskir í tilefni dagsins og körlum hlýja kveðju.

Njótum dagsins og sólarinnar.
Guð blessi ykkur öll

Helena


Gospelhátíðin 17 - 23. júni í Hafnarfirði

Nú teljum við niður og leyfum okkur að hlakka til Gospelhátíðar í Hafnarfirði. Í fyrra fjölmenntu allir söngglaðir brekkusöngvarar og frægir raularar á Víðistaðatún í Hafnarfirði. Kórar og hljómsveitir spiluðu og sungu af hjartanslist, við sátum í brekkunni að vísu undir teppi með kakóbolla í hendinni og vel var tekið undir. Núna ætlum við að endurtaka stemminguna á Gospeldögum í Hafnarfirði.www.gospelhatidin.comA3 plakat Hlakka til að syngja með ykkur
www.aglowgb.net
 

Alþjóðlegur bænadagur helgaður fólki með krabbamein.

Föstudaginn 5. júní - Sameinast 160 þjóðir  í bæn fyrir fólki sem þjáist af krabbameini. Beðið er fyrir lækningu, forvarnarstarfi, visku og huggun.  Upphafsmaður bænanetsins er Daniel E. Kennedy. Á heimasíðu samtakanna eru upplýsingar um starfsemina, bænanetið, vitnisburðir um Guðlega lækningu, greinar og fyrirbænaefni. Sjá nánar hér

Að sjálfsögðu tökum við þátt í þessu verðuga bænaátaki á Íslandi.

Guðs blessun til ykkar.
Helena


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband