Dömur á Akureyri !

Eftir snjókomu og ófærð um helgina er gott að gæða sér á heitu kakó og góðu meðlæti á Opnu húsi hjá Aglow konum á Akureyri. Fundurinn hefst kl.20.00 í þjónustu-miðstöðinni Víðlundi 22.

Mike og SheilaFrábær ræðukona heimsækir þær Aglowkonur í kvöld,kona sem margar okkar þekkja mjög vel enda landsfræg kona,Sheila Fitzgerald,útvarpsstjóri Lindarinnar. Sheila er mjög lifandi og skemmtileg ræðukona,hún á það til að bregða á leik og hrífa alla með sér í salnum. Við fáum einnig að hlusta á Gospeltónlist sem Díana Kristjánsdóttir sér um ásamt sönghóp þeirra fyrir norðan.

Ertu með bænarefni eða þarftu að fá fyrirbæn fyrir sjálfa þig eða fjölskyldu þína? Aglow konur eru bænakonur við viljum fá að biðja með þér.

Aglow kvöld á Akureyri er gæðakvöld sem engin kona má missa af.
Við hlökkum til að sjá þig;  Mánudaginn 19. mars kl.20.00

 


Gömul, kristin blessunarorð.

Krossinn
 

Drottinn sé á undan þér til að vísa þér rétta leið.

Drottinn sé við hlið þér til þess að taka þig sér í fang og vernda þig.

Drottinn sé að baki þér til að vernda þig fyrir atlögum vondra manna.

Drottinn sé fyrir neðan þig til að grípa þig þegar þú fellur og til að leysa þig úr gildrunni.

Drottinn sé fyrir ofan þig til þess að leggja blessun sína yfir þig.

                         Þannig blessi þig algóður Guð.

 

**************

Aglow konur eru bænakonur við biðjum algóðan Guð að blessa þig í dag,

fjölskyldu þína,ættingja og vini.

 


Konur í Stykkishólmi.

 

Aglow-kvöld föstudaginn 16.mars. kl.20.00  

Aglow konur í Stykkishólmi fá góðan gest á Aglowfundinn sem verður haldin í
safnaðarheimilinu kl.20.00. Alda Hauksdóttir,meinatæknir er Hólmurum að góðu kunn enda bjó hún fyrir vestan í nokkur ár og heillaðist af Hólminum og
Aglow-starfinu.

Alda er skemmtileg ræðukona og hefur frá mörgu að segja ,ég veit að hún mun segja frá kvöldinu góða þegar hún hitti Bryndísi í fyrsta skipti og uppfrá því fór Alda að pæla í trúnni á Jesúm Krist. Alda á í dag lifandi trú og segir óhikað frá upplifun sinni,trúnni og bænasvörum. Yndislegt Aglow kvöld framundan í kirkjunni í Stykkishólmi.

Hugrún og Karín  ætla að spila og syngja, eflaust verða góðar veitingar að hætti þeirra fyrir vestan. Við ættum kannski að skella okkur vestur í kvöld og eiga frábært kvöld saman með Aglow konum.

Bryndís formaður Aglow í Sth.   Bryndís Benediktsdóttir,
   formaður Aglow í Stykkishólmi

 


Skemmtilegt Aglow kvöld í Garðabænum.

Það var reglulega notalegt að hitta Aglowkonur  1. mars sl. Kvöldið hófst á
léttinum veitingum og spjalli. Gerður Árnad. skáld með meiru las fyrir okkur
stórgott frumsamið ljóð og Guðrún Sæm. bloggari samdi lag sem við sungum saman
við texta úr guðorði " Náð þín nægir mér". Snjallar stelpur þarna suðurfrá.

Helena og Inga Dóra sáu um Gospelið en það er vel til fundið að spila á gítar og klarenet finnst mér. Óvenjumörg fyrirbænaefni bárust inná fundinn sem segir okkur að víða er neyð og þörf á fyrirbæn í okkar þjófélagi.

 Árný Heiðars

Árný Heiðars. frá Vestmannaeyjum var ræðukona kvöldsins,hún tók okkur með til Eyja og leyfði okkur að upplifa hvað Guð er að gera í samfélagshópnum hennar sem hittist vikulega í heimahúsi. Samfélagshópur er fólk sem hittist í heimahúsi til að lesa Guðsorð og biðja saman,skiptast á reynslusögum úr daglega lífinu.Þetta er í rauninni lifandi heimakirkja.Frábært að mínu mati.

 

Hér er gott orð til okkar; Hafið ekki áhyggjur af neinu.Segið Guði frá öllum þörfum ykkar og gleymið ekki að þakka honum því að hann svarar bænum okkar. ( Fil 4:6-)

Guð er góður Guð.

 

Næsta Aglow í Garðabænum verður 12.apríl nk.

 


Aglow-hópar á Íslandi.

Á Íslandi eru átta hópar starfandi víðsvegar um landið. Hóparnir eru misstórir eða frá 10-70 konur sem mæta á Aglowkvöld. Það sem einkennir Aglowið er stemmingin og hlýleg nærvera Guðs við syngjum gospellög,hlustum á góðan fyrirlestur og biðjum saman,það er gott að biðja,bæn er samtal við Guð.Okkur líður vel saman Aglowið er gefandi og heillandi starf.

Hér á höfuðborgarsvæðinu eru tveir hópar, Aglow í Reykjavik er elsti hópurinn þær eiga 20 ára afmæli á þessu ári,flottar konur sem halda fundi í Kristniboðssalnum við Háleitisbraut 58, síðasta mánudag hvers mánaðar kl.20.00 -22.00.

Í Garðabæ er fundur fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl.20.00 í Skátaheimilinu v/ Bæjarbraut.Hér eru frískar stelpur sem ætla sér mikla hluti og verður gaman að fylgjast með gangi mála hjá Aglowgb.

Ef þig langar til að kíkja er bara að skella sér í kápuna og mæta á svæðið!!!!

Á Selfossi er kaffihúsastemming við kertaljós fyrsta fimmtudag hvers mán. kl.20.30 fundirnir eru í Hvitasunnukirkjunni.

Á Hvolsvelli er Aglow í Húsinu í Fljótshlíð annan fimmtudag hvers mán. kl.20.00

Í Vestmannaeyjum er Aglow í Safnaðarheimili Landakirkju fyrsta miðviðvikud. hvers mán. kl.20.00

Í Stykkishólmi er Aglow í fyrsta miðvikud. hvers mán. kl.20.00 í safnaðarheimilinu.

Í Grundarfirði er Aglow  annan hvern miðvikudag kl.15.00 í safnaðarheimilinu.

Á Akureyri er Aglow þriðja mánudag hvers mán. kl.20.00 

Langar þig til að kynnast Aglow starfinu nánar, kíktu á heimasíðu Aglow á Íslandi

www.aglow.is 

 

 

 

 


Hverjar erum við?

Konur um allan heim hafa sömu þörf fyrir kærleika,fyrirgefningu,skilning,vináttu,hlýju,uppörfun og lífstilgang. Það skiptir engu máli hvar við erum staddar í lífinu,konur á öllum aldri óháð stöðu okkar í þjóðfélaginu þurfa að kynnast elsku Guðs og fyrirgefningu.

Aglow er verkfæri Guðs til að ná til kvenna í öllum kirkjudeildum,færa þeim nýja von,gleði og kærleika Guðs og innri lækningu gegnum bæn og sáttargjörð.

Sem Aglow konur viljum við færa blessun Guðs til fjölskyldna okkar,vinnufélaga,nágrana og samfélagsins í heild sinni. Á Íslandi hafa hundruðir kvenna heyrt fagnaðarerindið um Jesúm Krist á fundunum okkar,margar konur hafa upplifað guðlega lækningu fyrir líkama sinn,heilu fjölskyldurnar hafa upplifað lausn og kærleika Guðs og umhyggju.

Þessi síða inniheldur myndir og fréttir af starfsemi Aglowkvenna á Íslandi það er ósk mín að þú megir hafa bæði gagn og gaman af www.aglow.blog.is

Ég vil einnig benda þér á heimasíðu Aglow á Íslandi www.aglow.is

Takk fyrir komuna.
Góður Guð blessi þig.

Helena Leifsdóttir


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband