Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Ótrúleg samvinna Landlæknis og Obama...

Ótrúleg samvinna Landlæknis og Obama ef marka má fyrirsögn við þessa stórmerkilegu frétt.

Fóstureyðingum fer fækkandi
Guði sé lof og þökk fyrir góðar fréttir mitt á tímum upplausnar og svartnættis. Vonandi fáum við að sjá lægri tölur um næstu áramót. En er það ekki kappsmál okkar kvenna sem erum sérhannaðar fyrir meðgöngu og barnsfæðingar að fóstureyðingar verði aflagðar. TIL umhugsunar  fyrir nýja Ísland !

Samkvæmt tölum, sem landlæknisembættið hefur tekið saman um fjölda fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða, kemur fram að árið 2007 voru skráðar 877 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi. Árið 2006 voru fóstureyðingar 904.
                                                                   .........................

Því að þú hefir myndað nýru mín,
ofið mig í móðurlífi.
Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður,
undursamleg eru verk þín,
það veit ég næsta vel.
Beinin í mér voru þér eigi hulin,
þegar ég var gjörður í leyni,
myndaður í djúpum jarðar.
Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni,
ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína,
áður en nokkur þeirra var til orðinn.

sálmur 139; 13-16

Blessunaróskir
Helena


mbl.is Fóstureyðingum fer fækkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegur félagsskapur -

Skemmtilegur félagsskapur
Mér finnst voða notalegt að mæta á Aglow fundina í Garðabænum, það er svo gott að geta lagt fram bænaefni, og mér finnst þetta vera svo góður félagsskapur við verðum allar svo góðar vinkonur, tek Aglow fram yfir saumaklúbb! en við sleppum náttúrulega ekki því að fá okkur eitthvað gott með kaffinu! ( Guðrún S)

Aglow kvöld fimmtudaginn 8. janúar kl. 20. 00 í Garðabæ

Jotunheimar litilAglow kvöld í Skátaheimilinu við Bæjarbraut kl. 20.00
Fyrsti fundur á nýju ári í skemmtilegum félagsskap eins og Guðrún nefnir hér að ofan. Við hefjum kvöldið stundvíslega kl.20 á kaffi og léttu meðlæti, njótum þess að spjalla og hlusta á góða tónlist. Dagskráin er fjölbreytt og innihaldsrík að vanda. Svanhildur opnar fundinn, Halldóra biður með okkur fyrir bænaefnum, Ásta Lóa kemur á óvart  ( ómissandi gleðigjafi) Helena tekur fram gítarinn og leiðir okkur í samsöng.


Undir vængjum hans

nullYfir skrift kvöldsins er " Undir vængjum hans" Setning tekin úr Sálmi 91; og Rutarbók. Helena ætlar að leiða okkur í allan sannleikan um Naomi og Rut, dugmiklar konur sem breyttu heimsmynd síns tíma. Það var kreppa í landinu og vandlifað. Naomi og Rut tvær konur með mikilvægt hlutverk, sem skyldu að Guð bregst aldrei, áætlun hans með líf okkar er áætlun til heilla og hamingju. Konan er mikilvæg í áætlun Guðs, hlutverk okkar og köllun er stærri en okkur grunar. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hvað Guðs orð segir um konur.

 

Væna konu hver hlýtur hana hún er miklu meira virði en perlur ( Orðsk. 31;10 )

Frábært kvöld í kærleiksríkum félagsskap, gott upphaf á nýju ári.

Vonast til að sjá þig á Aglow, við tökum vel á móti þér !

Kærleiks kveðja
Helena L.


The Prayer

The Prayer by Andrea Bocelli and Celine Dion

Sendi ykkur öllum hlýjar kveðjur úr Garðabænum á nýju ári.
Frábær útsetning og söngur, njótið vel


Flugeldar og jólaguðspjallið

Steiktur fiskur eða soðinn með smjeri og rauðum kartöflum. Ég fæ vatn í munninn og hugsa til hækkandi sólar þegar ég get sagt kjötætunum á mínum bæ að nú sé nóg komið af steikum og hlaðborði nægta.

Ýmsar myndir 205

Það styttist í áramót og nýtt ár 2009 er rétt handan við hornið. Hér er verið að skoða flugelda og háværar sprengjur, ég er hrifnust af stjörnuljósum enda lítið fyrir stríðslæti og titrandi jörð. En mæti að sjálfsögðu út á hól og hrópa Váaa..váaa þessi var æði og brosi mínu breiðasta og klappa saman höndum. Hetjurnar mínar verða að fá hvatningu á þeim örlagaríka tíma sem áramót eru.

 

 

Sonur minn og jólaguðspjallið.

Við höfum þann ágæta sið á mínu heimili að lesa jólaguðspjallið á aðfangadagskvöld synirnir skiptast á að lesa og var höfð æfing í stofunni. Viðhafnar Biblían var dregin fram og flett uppá Lúkasarguðspjalli 2 kafla.

Sá yngsti setti sig í stellingar og hóf lesturinn enda með Viðurkenningarskjal frá skólanum sem einn
besti upplesarinn á degi Ísl. tungu. Eftir lesturinn spurði sá stutti ; Hvað merkir þetta dýrð sé Guði í
upphæðum?... Á maður að lofa Guð með peningum ?
Og hvar er talað um Jón Ásgeir og vitfirringana (Spaugstofu útlegging) ... svo mörg voru þau orð.

Faðir hans settist niður og útskýrði texta guðspjallsins því ekki vildum við að blessað barnið mundi
tengja jólaguðspjallið við Kreppuárið 2008 og Jón Ásgeir.

Kær kveðja úr Faxatúni
Helena


Gleðilega hátíð

Kæru vinir
Guð gefi ykkur öllum gleðilega hátíð í faðmi fjölskyldunnar
ættingja og vina. Bloggvinir, skáld og hugsjónafólk hlakka til að hitta
ykkur á mbl. á nýju ári. Færi ykkur öllum stærstu gjöf allra tíma

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn,
til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki,
heldur hafi eilíft líf.
Jóh. 3;16-
------------

Amy Grant syngur gullfallegt jólalag eða bæn um vináttu og frið á jörð.

"Grown Up Christmas List" by Amy Grant

Grown-up christmas list
Do you remember me?
I sat upon your knee;
I wrote to you
With childhood fantasies.

Well, I?m all grown-up now,
And still need help somehow.(can you still help somehow)
I?m not a child,
But my heart still can dream.

So here?s my lifelong wish,
My grown-up christmas list.
Not for myself,
But for a world in need.

No more lives torn apart,
That wars would never start,(and wars would never start)
And time would heal all hearts.
And everyone would have a friend,
And right would always win,
And love would never end.
This is my grown-up christmas list.

As children we believed
The grandest sight to see
Was something lovely
Wrapped beneath our tree.(wrapped beneath the tree)

Well heaven surely knows
That packages and bows
Can never heal
A hurting human soul.

No more lives torn apart,
That wars would never start,
And time would heal all hearts.
And everyone would have a friend,
And right would always win,
And love would never end.
This is my grown-up christmas list.

What is this illusion called the innocence of youth?
Maybe only in our blind belief can we ever find the truth.
(there?d be)

No more lives torn apart,
That wars would never start,
And time would heal all hearts.
And everyone would have a friend,
And right would always win,
And love would never end, oh.
This is my grown-up christmas list.

This is my grown-up christmas list.

Kærleiks kveðja
Helena Leifsdóttir,


Aðventan er sérstakur tími í hugum okkar kristinna manna.

jkort5

Á Íslandi er aðventan og jólahald stór þáttur í lífi okkar, sterkar fjölskylduhefðir setja svip sinn á undirbúning og hefðir sem meiga ekki  breytast. Fjölskyldan og vinir eru okkur mikilvæg , einnig þeir sem minna meiga sín við viljum að sem flestir njóti  jólahaldsins, samkenndin og smæðin þjappar okkur saman.  Í gær átti ég langt spjall við konu frá Mæðrastyrksnefnd , þörfin hefur aldrei verið brýnni . Ég spurði hana um jólagjafir fyrir börnin, hún sagði að mikil þörf væri fyrir hendi.  Aðventan er tími ljóss og friðar, tími sem við finnum  sterka þörf fyrir að sýna kærleika og umhyggju. Efst í huga okkar á þessum tíma er að halda utan um hvort annað.

Undirbúningur jóla til sveita...

xlaufabraud6 s smaAðventan hefur gegnum tíðina verið undirbúningur fyrir jólahátíðina. Fólk undirbjó sig og heimili sín til að taka á móti jólunum. Hér áður fyrr, hélt fólk upp á jólaföstuinnganginn með þvi að hafa betri mat. Keppst var við vinnu aðallega ullarvinnu og prjónaskap sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól, staurvikuna , en hún fékk þetta furðulega heiti vegna þess að menn settu litlar spýtur á stærð við eldspýtur í augu sín til að varna þvi að þeir sofnuðu yfir vinnu sinni.

Menn fengu þá gjarnan auka-bita sem laun fyrir allt stritið, sá biti var nefndur staurbiti. Svo þurfti að huga að jólunum sjálfum. Þá var allt þvegið og sópað hátt og lágt, öll nærföt þvegin og stundum úr rúmunum líka og jafnvel mestu sóðarnir brutu venjuna og voru hreinir og þokkalegir.

Það var gömul trú hér á landi að Guð láti koma þíðviðri og þurk rétt fyrir jól, til þess að fólk geti þvegið af sér fötin og fengið þau sem fyrst þurr. Þennan þurrk var vant að kalla fátækraþerri. /skólavefurinn

AÐVENTAN

Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottin sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.

Texti: Lilja Kristjánsdóttir

 

 


Íslendingar fá aðstoð í Óðinsvéum

Hátt í 20 íslenskar fjölskyldur sem búsettar eru Óðinsvéum á Fjóni hafa leitað eftir matvælaaðstoð Hjálpræðishersins í borginni að undanförnu. Að því er fram kemur í dagblaðinu Fyens Stiftstidende er efnahagskreppan á Íslandi ástæða fjárhagserfiðleika þeirra.

Talsmaður hersins sem blaðið ræðir við segir að hjálparbeiðnum hafi almennt fjölgað mikið síðastliðnar vikur. Í venjulegu árferði megi búast við að 300 fjölskyldur leiti ásjár hersins um jólaleytið en nú óski yfir 500 fjölskyldur eftir aðstoð. Fólkið fær að gjöf úttektarmiða í stórmörkuðum borgarinnar að upphæð 400-700 danskar krónur ( ísl.kr.9.000 -16.000 )en í sumum tilfellum er þörf á enn meiri aðstoð./ruv.is

Hjálpræðisherinn á Íslandi skipar stóran sess í huga okkar og ber ég sjálf mikla virðingu fyrir óeigingjörnu starfi þeirra. Nú fer sá tími í hönd sem hvað mest mæðir á sjálfboðaliðum og starfsfólki hersins,  gefum rausnarlega í Jólapotta Hjálpræðihersins, kaupum Herópið blað fullt af kærleika og von, hjálpum vinum okkar að hjálpa öðrum. Hjálpræðisherinn á Íslandi

Birna Dís bloggvinkona mín skrifar þessi orð 2. des

...Ég kaupi minna fyrir mig þessi jól. Bruðla ekkert og set frekar pening til þeirra sem þarfnast þess með. Barnafólk sem lýður skort.Hvernig væri að við tækjum flest að okkur eina fjölskyldu sem á erfitt og léttum þeim lífið. Enginn þarf að vita hver "engillinn"er.5000 krónur kæmu einstæðri móðir eða fjölskyldu þar sem er engin vinna er vel.
BD/

Styrkur okkar á Íslandi er fólgin í smæðinni sem fæðir af sér samhug og vináttu til hvers annars
látum ekki bölmóð fjölmiðla ræna okkur voninni, baráttu andanum og íslenska húmornum.
Höldum áfram að biðja fyrir hvort öðru, ráðamönnum og ríksistjórn. Kristin trú er eina trúin sem gefur VON. Hjálp okkar er fólgin í Nafni Drottins, Hann mun aldrei bregðast, er ekki komin tími til að allir sem eitt biðji bænina " Himneski faðir viltu hjálpa okkur, viltu endurreisa og gefa nýja von fyrir land og þjóð, fyrirgefðu okkur að við gleymdum þér í dansinum kringum gullkálfinn, við þörfnumst þín. Í Jesú nafni / amen

Guð blessi ykkur kæru vinir.
Helena

 

 


Engillinn minn heitir " mamma"

 Ég veit að þessi saga er ekki ný, því margar okkar hafa séð hana í e-maili en innihald
hennar á erindi til okkar í dag, hlýjar um hjartarætur og hvetur til dáða.Gott að vita að
mæður eru útvaldar af Guði fyrir litlu gullin, börnin okkar.

Gömul þjóðsaga segir frá barni sem var við það að fæðast.
Barnið snýr sér að Guði og segir:
Mér er sagt að ég verði sendur á jörðina á morgun,
en hvernig get ég lifað eins lítill og ósjálfbjarga sem ég er?
Ég hef valið engil fyrir þig úr hópi engla og hann bíður eftir þér.
Þessi engill mun sjá um þig.

En segðu mér, hérna á himninum geri ég ekkert annað en að syngja
og brosa og það er nóg til þess að vera hamingjusamur.
Engillinn þinn kemur til með að syngja fyrir þig, hann brosir til þín alla daga
og þú verður umlukinn ást hans og þannig verðurðu hamingjusamur.
En hvernig get ég skilið þegar fólkið talar við mig þar sem ég þekki ekki
tungumálið sem mennirnir tala ?

Engillinn þinn segir falleg orð við þig, fallegustu orð sem þú hefur nokkur
tíma heyrt og með mikilli þolinmæði og kærleik kennir hann þér að tala.
En hvað geri ég ef ég vil tala við þig ?
Þá setur engillinn þinn hendurnar þínar saman og kennir þér að biðja.
Ég hef heyrt að á jörðinni séu til vondir menn. Hver getur varið mig ?
Engillinn þinn mun verja þig, þó svo það kosti hann lífið.

En ég verð alltaf sorgmæddur því ég sé þig ekki oftar. Engillinn þinn á
eftir að segja þér frá mér og vísa þér veginn í áttina til mín, en þó mun
ég alltaf vera við hlið þér. Á þessu andartaki færðist ró yfir himininn og
guðdómlegar raddir heyrðust og barnið sagði:

Kæri Herra, þar sem ég er að fara segðu mér, hvað heitir engillinn minn ?
Nafn hans skiptir ekki máli, þú kallar hann bara "Mömmu"

Mæður Guð blessi ykkur.
Helena


Ísl. embættismenn og Litla gula hænan

Atburðarás síðustu vikur minnir á söguna um Litlu Gulu hænuna og vini hennar sem
vildu borða brauðið en ekki leggja neitt að mörkum.

400px Litla gula h%C3%A6nan

"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati,


Orðaleikur og laumuspil embættismanna og stjórnenda er með ólíkindum, enginn ber ábyrgð allir eru blásaklausir.  Hvernig er hægt að koma fram í fjölmiðlum og horfa blákalt framan í þjóðina og segja "Ekki ég "  Er hallærislegt að játa mistök og fara á mis við fyrirgefninguna ?  Dapurlegt hugarfar ef rétt reynist.

Litla gula hænan rappútgáfa/

Litla gula hænan, litla gula hænan, 
hver ætlar nú að hjálpa þér, vænan?
Við spyrjum enn og aftur um hænuna þá, 
hvort hún fari ekki bráðum smá hjálp að fá?
Litla gula hænan sagði "Jibbí jæ!
Mikið var ég heppin - ég fann hveitifræ!
Hver ætlar nú að planta fræinu hér?
Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati,
"Æ, ég nenni því ekki!" sagði grísinn lati.
"Ef þið eruð svona ofsalega löt og sein,
þá geri ég það bara alveg ein,"
- sagði litla gula hænan og fór - YO!
Litla gula hænan sagði "Jú hú hú!
Það er komið að því að slá hveitið nú!"
Hún fer og talar við alla sem hún sér:
"Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Næsta skref,
það er að mala kornið sem ég hef,
svo að úr því verði mjöl, eins og sérhver sér.
Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Hveiti í skál,
við skulum búa til brauð, það er lítið mál!
Hver vill koma hér og blanda vatn og ger?
Réttið upp hönd sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Þetta er flott
Nú er brauðið til, og það er heitt og gott.
Svo nú segi ég við alla áður en ég fer:
Réttið upp hönd sem vilja borða með mér!"
 
"Það vil ég!" sagði kisa. "Það vil ég" sagði Snati.
"Ég vil líka!" sagði grísinn og stóð ekki á gati.
"Fyrst þið voruð alltaf svona löt og sein,
þá ætla ég bara að borða brauðið alein!"
- sagði litla gula hænan og fór - YO!

Texti: Baldur A. Kristinsson, okt. 2005.
Byggt á "Little Red Hen" í Three Singing Pigs eftir Kaye Umansky.
www.bornogtonlist.net )
 
 

 

 


Lykill að blessunum

Linda og Rósa bloggvinurnar hvetja til blessunarbloggs, yndisleg hugmynd. Blessun er velþóknun og snerting frá Guði yfir líf og starf. Blessun er náð og kærleikur Guðs fyrir líf okkar.  Biblían " Heilög ritning" er yfirfull af versum um blessanir Drottins. Ef þú verð inná www.biblian.is og skrifar "blessun" muntu verða undrandi.

Lykil að blessunum er að finna í 5. mós.28,-
BibleSunsetRuths

Ef þú hlýðir grandgæfilega raustu Drottins Guðs þíns, svo að þú varðveitir og heldur allar skipanir hans, þær er ég legg fyrir þig í dag, þá mun Drottinn Guð þinn hefja þig yfir allar þjóðir á jörðu,og þá munu fram við þig koma og á þér rætast allar þessar blessanir, ef þú hlýðir raustu Drottins Guðs þíns:

Blessaður ert þú í borginni og blessaður ert þú á akrinum.

Blessaður er ávöxtur kviðar þíns og ávöxtur lands þíns og ávöxtur fénaðar þíns, viðkoma nautgripa þinna og burðir hjarðar þinnar.

Blessuð er karfa þín og deigtrog þitt.

Blessaður ert þú, þegar þú gengur inn, og blessaður ert þú, þegar þú gengur út.

Drottinn mun láta óvini þína bíða ósigur fyrir þér, þá er upp rísa í móti þér. Um einn veg munu þeir fara í móti þér, en um sjö vegu munu þeir flýja undan þér.

Drottinn láti blessun fylgja þér í forðabúrum þínum og í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, og hann blessi þig í landinu, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.

Drottinn gjöri þig að lýð, sem heilagur er fyrir honum, eins og hann hefir svarið þér, ef þú varðveitir skipanir Drottins Guðs þíns og gengur á hans vegum.

Og allar þjóðir á jörðinni munu þá sjá, að þú hefir nefndur verið eftir nafni Drottins, og þær munu óttast þig.

Drottinn mun veita þér gnægð gæða í ávexti kviðar þíns og í ávexti fénaðar þíns og í ávexti lands þíns í landi því, sem Drottinn sór feðrum þínum að gefa þér.

Drottinn mun upp ljúka fyrir þér forðabúrinu sínu hinu góða, himninum, til þess að gefa landi þínu regn á réttum tíma og blessa öll verk handa þinna, og þú munt fé lána mörgum þjóðum, en sjálfur eigi þurfa að taka fé að láni.

Drottinn mun gjöra þig að höfði og eigi að hala, og þú skalt stöðugt stíga upp á við, en aldrei færast niður á við, ef þú hlýðir skipunum Drottins Guðs þíns, þeim er ég legg fyrir þig í dag, til þess að þú varðveitir þær og breytir eftir þeim, og ef þú víkur ekki frá neinu boðorða þeirra, er ég legg fyrir yður í dag, hvorki til hægri né vinstri, til þess að elta aðra guði og þjóna þeim.
5. mós. 28,

Hver er lykillinn að blessunum Drottins?
Hlýða,heiðra og elska Nafnið hans
Hlýða og heiðra Orð hans " Heilög ritning!
Elta ekki aðra guði,né þjóna þeim.

Svo einfalt er það kæru vinir mínir og elskuðu samlandar
og systkini í Jesú Kristi.


alliwant4

Drottinn Guð blessi þig allar stundir.
Helena


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband