Færsluflokkur: Bloggar

Íslendingar fá aðstoð í Óðinsvéum

Hátt í 20 íslenskar fjölskyldur sem búsettar eru Óðinsvéum á Fjóni hafa leitað eftir matvælaaðstoð Hjálpræðishersins í borginni að undanförnu. Að því er fram kemur í dagblaðinu Fyens Stiftstidende er efnahagskreppan á Íslandi ástæða fjárhagserfiðleika þeirra.

Talsmaður hersins sem blaðið ræðir við segir að hjálparbeiðnum hafi almennt fjölgað mikið síðastliðnar vikur. Í venjulegu árferði megi búast við að 300 fjölskyldur leiti ásjár hersins um jólaleytið en nú óski yfir 500 fjölskyldur eftir aðstoð. Fólkið fær að gjöf úttektarmiða í stórmörkuðum borgarinnar að upphæð 400-700 danskar krónur ( ísl.kr.9.000 -16.000 )en í sumum tilfellum er þörf á enn meiri aðstoð./ruv.is

Hjálpræðisherinn á Íslandi skipar stóran sess í huga okkar og ber ég sjálf mikla virðingu fyrir óeigingjörnu starfi þeirra. Nú fer sá tími í hönd sem hvað mest mæðir á sjálfboðaliðum og starfsfólki hersins,  gefum rausnarlega í Jólapotta Hjálpræðihersins, kaupum Herópið blað fullt af kærleika og von, hjálpum vinum okkar að hjálpa öðrum. Hjálpræðisherinn á Íslandi

Birna Dís bloggvinkona mín skrifar þessi orð 2. des

...Ég kaupi minna fyrir mig þessi jól. Bruðla ekkert og set frekar pening til þeirra sem þarfnast þess með. Barnafólk sem lýður skort.Hvernig væri að við tækjum flest að okkur eina fjölskyldu sem á erfitt og léttum þeim lífið. Enginn þarf að vita hver "engillinn"er.5000 krónur kæmu einstæðri móðir eða fjölskyldu þar sem er engin vinna er vel.
BD/

Styrkur okkar á Íslandi er fólgin í smæðinni sem fæðir af sér samhug og vináttu til hvers annars
látum ekki bölmóð fjölmiðla ræna okkur voninni, baráttu andanum og íslenska húmornum.
Höldum áfram að biðja fyrir hvort öðru, ráðamönnum og ríksistjórn. Kristin trú er eina trúin sem gefur VON. Hjálp okkar er fólgin í Nafni Drottins, Hann mun aldrei bregðast, er ekki komin tími til að allir sem eitt biðji bænina " Himneski faðir viltu hjálpa okkur, viltu endurreisa og gefa nýja von fyrir land og þjóð, fyrirgefðu okkur að við gleymdum þér í dansinum kringum gullkálfinn, við þörfnumst þín. Í Jesú nafni / amen

Guð blessi ykkur kæru vinir.
Helena

 

 


Engillinn minn heitir " mamma"

 Ég veit að þessi saga er ekki ný, því margar okkar hafa séð hana í e-maili en innihald
hennar á erindi til okkar í dag, hlýjar um hjartarætur og hvetur til dáða.Gott að vita að
mæður eru útvaldar af Guði fyrir litlu gullin, börnin okkar.

Gömul þjóðsaga segir frá barni sem var við það að fæðast.
Barnið snýr sér að Guði og segir:
Mér er sagt að ég verði sendur á jörðina á morgun,
en hvernig get ég lifað eins lítill og ósjálfbjarga sem ég er?
Ég hef valið engil fyrir þig úr hópi engla og hann bíður eftir þér.
Þessi engill mun sjá um þig.

En segðu mér, hérna á himninum geri ég ekkert annað en að syngja
og brosa og það er nóg til þess að vera hamingjusamur.
Engillinn þinn kemur til með að syngja fyrir þig, hann brosir til þín alla daga
og þú verður umlukinn ást hans og þannig verðurðu hamingjusamur.
En hvernig get ég skilið þegar fólkið talar við mig þar sem ég þekki ekki
tungumálið sem mennirnir tala ?

Engillinn þinn segir falleg orð við þig, fallegustu orð sem þú hefur nokkur
tíma heyrt og með mikilli þolinmæði og kærleik kennir hann þér að tala.
En hvað geri ég ef ég vil tala við þig ?
Þá setur engillinn þinn hendurnar þínar saman og kennir þér að biðja.
Ég hef heyrt að á jörðinni séu til vondir menn. Hver getur varið mig ?
Engillinn þinn mun verja þig, þó svo það kosti hann lífið.

En ég verð alltaf sorgmæddur því ég sé þig ekki oftar. Engillinn þinn á
eftir að segja þér frá mér og vísa þér veginn í áttina til mín, en þó mun
ég alltaf vera við hlið þér. Á þessu andartaki færðist ró yfir himininn og
guðdómlegar raddir heyrðust og barnið sagði:

Kæri Herra, þar sem ég er að fara segðu mér, hvað heitir engillinn minn ?
Nafn hans skiptir ekki máli, þú kallar hann bara "Mömmu"

Mæður Guð blessi ykkur.
Helena


„Vinur elskar ætið og í raunum er hann sem bróðir.“

Undanfarna daga hef ég verið að hugsa um vináttuna og gildi hennar. Að eiga trausta og góða vini er mikill fjársjóður sem fæðir af sér óteljandi minningar og gleði. Ég segi stundum við fólk sem ég hitti, gerðu Guð að vini þínum Hann bregst aldrei. „Vinur elskar ætið og í raunum er hann sem bróðir.“ ( Orðsk. 17;17 )

Vináttusambönd eru einhver fallegustu og nánustu sambönd sem við getum átt. Til að geta deilt lífi okkar, vonum okkar, gleði og vonbrigðum, þurfum við að eiga vin. Nútímafólk er oft mjög önnum kafið, og því miður bitnar það stundum á því hvernig við ræktum sambandið við vini okkar. En á öllum tímum hefur fólk metið það mjög mikils að eiga góða vini. Við erum svo blessuð að geta átt vin í Guði og Jesús Kristi, Guð þráir að eiga náið vinasamband við okkur.

Engin á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það sem ég býð yður.“ (Jóh. 15;13-)
Jesús sannaði vináttu sína þegar hann dó á krossinum fyrir okkur.Gerðu Jesú Krist að víni þínum, Hann mun aldrei bregðast þér.

Guð gefi þér yndislegan dag
Helena
ps. Orð Guðs til þín "Lesa"

Blóm og vinátta


Basar Kristniboðsfélags kvenna í dag, Miðbæ v/ Háleitisbr. 58-60

Skemmtilegur dagur framundan, reyndar allar helgar fram að jólum getum við glatt þá sem minna mega sín, að gefa er gleði og sæt tilfinning sem enginn má fara á mis við. Gjöfin getur verið hlýlegt bros, orð eða hjálpa þeim sem standa að hjálparstarfi. Samtökin ABC og Kristniboðssambandið eiga athygli mína.

afgotu        IMG 4693

Jólabasar Kristniboðsfélags kvenna 22. nóvember kl.14.00- 17.00 Kristniboðssalnum, Miðbæ við Háaleitisbraut 58-60
Á boðstólum verður handavinna, ýmisleg gjafa- og jólavara, kökur og smákökur, happdrætti og fleira. Einnig verður tækifæri til að setjast niður með kaffibolla og vöflur. Basarinn hefur verið mikilvæg tekjulind fyrir kristniboðið í áratugi og hvetjum við alla velunnara starfsins til að líta inn.

Súpa og brauð í hádeginu á laugardögum til styrktar ABC

Veitingastaðurinn Basil og Lime, Klapparstíg 38 ætlar að bjóða vegfarendum upp á súpu og brauð í hádeginu á laugardögum fram að jólum. Súpan verður seld í tjaldi við veitingastaðinn og kostar 500 kr. Allur ágóði súpusölunnar rennur í neyðarsjóð ABC barnahjálpar. Súpusalan hefst laugardaginn 15. nóvember.

Við hvetjum alla sem leggja leið sína í miðbæinn að staldra við, fá sér heita súpu í hádeginu og styrkja gott málefni. Vegna gengislækkunnar krónunnar er þörfin fyrir aðstoð mikil.

Málverk listamannsins Tolla á uppboði til styrktar ABC
Á sýningunni verður efnt til uppboðs á málverki Tolla sem hann gefur til styrktar ABC barnahjálp,
en á sýningunni verður sérstök kynning á barnahjálp ABC.Reykjavík Art Gallerý er opið alla daga nema mánudaga kl. 14.-17
 

Njótum helgarinnar, elskum hvort annað.
Guðs blessun gleði hjarta þitt í dag.
Helena
ps. Viltu draga mannakorn? Lesa hér


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband