Færsluflokkur: Menntun og skóli

Er kærleiksboðskapur hættulegur?

Spyr Kolbrún Bergþórsdóttir ( í 24stundir í dag). Sem stendur með Guði,Kristi og englunum.Kolbrún er með betri pennum landsins enda rennur Strandablóð í æðum hennar.Kolbrún fær Gullpálmann frá Aglow í Garðabæ og blessunarbænir!

 

... Er það ekki bara af hinu góða að börn fái að heyra af Guði, Jesúbarninu og englunum?

Ég hefði haldið að það veitti nú ekki af slíkri fræðslu í hálftrylltum heimi þar sem menn eru sífellt að lenda á villigötum. Ef einstaklingar ætla að eignast hugarró verða þeir að hafa innri áttavita.

Þann áttavita eignast menn helst með því að tileinka sér fagnaðarboðskap. Og það er farsælast fyrir einstaklinga að kynnast þeim boðskap sem fyrst. Leitt að leikskólarnir skuli neita að taka þátt í svo nauðsynlegri fræðslu

Öll greinin hennar Kolbrúnar.

Við erum kristin þjóð og Guði sé lof fyrir það!

Kristintrú er kennd en ekki boðuð...
Skólinn í hverfinu mínu kennir kristnifræði,goðafræði og. fl. trúarbrögð.Ekki hefur það truflað okkur á neinn hátt enda er hér um fræðslu og kynningu að ræða.Synir mínir höfðu gaman af. Ásatrú fékk áberandi mikla umfjöllun, ekki leit ég á það sem trúboð heldur fræðslu. Ég held að menn verði að gera greinarmun á kristniboði og fræðslu.Biblíusögur eru skemmtilegt fag.

Við erum kristin þjóð.
Stjórnarskrá okkar er byggð á kristnum gildum og siðfræði trúarhefðar okkar. Það hefur margsinnis sýnt sig að þegar á reynir td. í náttúruhamförum og alvarlegum slysum að kirkjur landsins hafa fyllst af fólki sem leitar huggunar í trúnni á Jesúm Krist. Hér í Garðabæ leituðu unglingarnir okkar inní kirkjuna þegar ung stúlka beið bana í bílslysi fyrir 2 árum,skólinn tók einnig þátt í sorg þeirra og söknuði. Þá gengdi bænin og huggun frá Orði Guðs Biblíunni lykil hlutverki. Kristin trú er okkur í blóð borin,látum engan taka þann arf frá okkur.

Við erum kristin þjóð.
Þeir sem flytja hingað til landsins setjast ekki hér að til að umbylta þjóðfélagi okkar né kristinni trú. Á sama hátt og ef við flytjum til Indlands eða Jórdaníu verðum við að aðlaga okkur að þeirra hefð og menningu.Það þýðir samt sem áður ekki að fólk þurfi að afneita trú sinni.Þessvegna skil ég ekki hvernig við ætlum að vera sá gestgjafi sem ætlar að þóknast öllum er hingað flytja.Í mínum huga kallar það á ringulreið.

Guð blessi ykkur öll.

Helena Leifsdóttir,formaður Aglow í Garðabæ 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband