Færsluflokkur: Mannréttindi

Lumar þú á hugmynd?

Eins og þið hafið eflaust heyrt í fréttum  eigum við hjá ABC barnahjálp og fl. hjálparsamtök í miklum erfiðleikum með að sinna og halda úti hjálparstarfi í vanþróuðum löndum. Fjármálakreppan og gengishrunið hefur gert það að verkum að við getum ekki  gefið börnum að borða.
Við sem sitjum í stjórn ABC horfum fram á niðurskurð í starfinu, niðurskurð skrifa ég og spyr sjálfa mig er hægt að hætta við að gefa barni að borða?  Er hægt að senda barn heim í fátæktina og eymdina þar sem algjört vonleysi bíður þess. 

Í dag eru tæplega 13.000 börn  á okkar vegum sem eru ýmist í dagskóla eða búa á heimavist.

Dagskóli: börnin fá skólagöngu, læknishjálp og eina máltíð á dag.
Heimavistarskóli: börnin fá skólagöngu og fulla framfærslu á barnaheimili eða heimavistarskóla.
Dagskóli plús: auk dagskóla fá börnin að dvelja í skólaathvarfi ABC eftir skóla þar sem þau fá aðstoð við heimanám, síðdegis hressingu og ýmsa umönnun.


Í dag erum við að undirbúa söfnunina „Börn hjálpa börnum  söfnun sem er unnin í samvinnu við skóla og heimili. Hetjurnar okkar,  börnin hafa tekið að sér að ganga í hús með bauka merktum ABC, svo sannarlega er framlag þeirra til hjálparstarfs ómetanlegt.
Söfnunin Börn hjálpa börnum hefst  2. -28 febrúar nk.

Við höfum einnig opnað reikning sem heitir Neyðarsjóður ABC barnahjálpar  sjá heimasíðu okkar  www.abc.is

Í dag leitum við nýrra leiða til fjáröflunar, nýjar hugmyndir...lumar þú á hugmynd sem gæti hugsanlega orðið barni til blessunar ?

Mikilvægast er  vinarþel og umhyggja þúsunda hér heima sem hafa stutt við starfið með fjárframlögum og sem stuðningsforeldrar.  

Ég færi ykkur öllum þakkir og blessunaróskir.
Helena L.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband