Færsluflokkur: Heilbrigðismál
17.3.2009 | 23:12
Dóp á glámbekk
Í dag kom ég litlum hundi til bjargar sem lá fárveikur heima og gat sig hvergi hreyft. Við mæðgurnar fórum í langa langa gönguferð alla leið í Fjarðakaup. Við löbbuðum stíginn meðfram hrauninu. Á svörtu malbikinu liggur plastpoki með grunsamlegu innihaldi við nánari athugun kom í ljós miði frá Dýraspítalanum tvær töflur 3x á dag. Ekki gat ég hugsað mér að litla skinnið eða áhyggjufullur eigandi í öngum sínum að leita af töflunum. Svo ég arkaði uppá Dýraspítala og afhenti góssið.
Ef ég hefði verið á gullvagningum hefði ég farið á mis við þessa skemmtilegu uppákomu.
Góður göngutúr er gleðigjafi.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.2.2009 | 22:18
Fullkomlega læknuð af krabbameini - Guð heyrir bæn !
Aglow kvöld fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20. 00 í Garðabæ
Skemmtilegur félagsskapur
Mér finnst voða notalegt að mæta á Aglow fundina í Garðabænum, það er svo gott að geta lagt fram bænaefni, og mér finnst þetta vera svo góður félagsskapur við verðum allar svo góðar vinkonur, tek Aglow fram yfir saumaklúbb! en við sleppum náttúrulega ekki því að fá okkur eitthvað gott með kaffinu! ( Guðrún S)
Ræðukona á Aglow fundinum 12. febrúar verður Sólveig Traustadóttir, bænaleiðtogi Aglow á Islandi.Sólveig hefur gengt ýsmum trúnaðarstörfum innan Aglow á Íslandi, hún hefur leitt námskeið í sálgæslu og innri lækningu. Megin þjónusta Sólveigar í dag er bænaþjónusta.
Sólveig greindist með æxli í ristli í desember 2007 fór síðan í aðgerð og lyfjameðferð. Bænafólk um allt land bað fyrir Sólveigu. Í dag hafa læknar útskrifað hana og staðfest að hún er fullkomlega læknuð af krabbameini. Lof sé Guði einum fyrir kraftaverkið. Við hlökkum til að hlusta á Sólveigu, vitnisburð hennar og fyrirbæn sem verður í lok fundarins.
Við hefjum kvöldið stundvíslega kl.20.00 á kaffi og léttu meðlæti, njótum þess að spjalla og hlusta á góða tónlist. Dagskráin er fjölbreytt og innihaldsrík að vanda. Svanhildur opnar fundinn, Halldóra biður með okkur fyrir bænaefnum, Ásta Lóa kemur á óvart ( ómissandi gleðigjafi) Rakel og Helena taka fram gítarinn og leiða okkur í söng.
Skátaheimilið við Bæjarbraut
Allar konur eru hjartanlega velkomnar
www.aglowgb.net
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)