Dóp á glámbekk

Núna hef ég ákveðið að leggja bílnum og ganga eða nota hjólið mitt sem liggur undir skemmdum á bak við hús. Ég man þegar ég valdi þennan glæsifák, silfur gráan með dempara í sæti og hjólaði um allan bæ. Ég er að velta því fyrir mér að nota matarolíu á keðjuna og  fáeina dropa á öll liðamót á hjólinu áður en ég legg íhann.  Ég vildi frekar fá hjól en hund, meira notagildi þó að hundurinn sé sennilega skemmtilegri.  En hvað með það.

Í dag kom ég litlum hundi til bjargar sem lá fárveikur heima og gat sig hvergi hreyft.  Við mæðgurnar fórum í langa – langa  gönguferð alla leið í Fjarðakaup. Við löbbuðum stíginn meðfram hrauninu.  Á svörtu malbikinu liggur plastpoki með grunsamlegu innihaldi við nánari athugun kom í ljós miði frá Dýraspítalanum tvær töflur 3x á dag. Ekki gat ég hugsað mér að litla skinnið eða áhyggjufullur eigandi í öngum sínum að leita af töflunum. Svo ég arkaði  uppá Dýraspítala og afhenti  góssið.

Ef ég hefði verið á gullvagningum hefði ég farið á mis við þessa skemmtilegu uppákomu.
Góður göngutúr er gleðigjafi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ég myndi nú fara með hjólið í uppherslu og láta yfirfara það og svo að læra af reynslunni, s.e. að geima hjólið inni á veturna og einnig inni í slagviðri á sumrin.

Ég á últra flott hjól sem ég keypti í fyrra, með framdempara með glussum og glussabremsum eins og á mótorhjólum, smá mont. Ég seldi þó gamla Canodale hjólið mitt sem að var orðið 14 ára á 20.000 krónur og geri aðrir betur. Þetta gat ég vegna alúðar og góðrar umgengni við þann eðalgrip sem það hjól var. Það margborgar sig að fara vel með hlutina sína.

Á því góða hjóli hef ég hjólað þúsundir kílómetra, bæði hér um landið, sem og í útlöndum. Bara töskurnar á og tjald og þá er ekkert að vanbúnaði. Canondale - ið mitt gamla hefur aldrei slegið feilpúst og þvílík ending í gírbúnaði og öðru, sem að skiftir öllu máli, ef hjólið á að koma í stað bílsins og vera hjólahvetjandi. 

Canondale er sagt vera pease of art í bæklingum frá Canondale, en þau eru handsmíðuð í Bandaríkjunum og ef að ég hefði farið í að endurnýja undir sama merki, þá hefði hjól frá Canondale kostað mig ekki minna en 250.000 krónur, en ég keypti mér aðra tegund, þar sem að ég er svolítið svag fyrir flottum búnaði og eyddi fyrir vikið ekki meiru en 110.000 krónum í það hjól. 

Ég á hins vegar við mein í baki sem er slit og ásetan á gamla Canondale hentaði mér ekki lengur vegna þess og því fór ég í að endurnýja. Og að sjálfsögðu gat ég ekki tekið niður fyrir mig í búnaði og því fór sem fór, ekki átti ég 250.000 til að slaka fram. Engu síður er ég þakklát og glöð með nýja gripinn.

En að ferðast um á hjóli kemur manni í gott samband við umhverfið og upplifunin er yfir höfuð mjög jákvæð. Sé veður erfitt og vindur, þá styrkir það lundina og gefur þolgæði, sem og styrkir ónæmiskerfið. Ég mæli því eindregið með hjólinu sem farartæki, en nota hjálm og góðan fatnað, þá ertu klár í hvað sem er. 

Góðar stundir á hjólinu og Guð veri með þér.

G.Helga Ingadóttir, 18.3.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl og blessuð !
Laukrétt hjá þér styðsta leiðin er að fara með hjólið á verkstæði til yfirferðar. Annars vil ég þakka þér fyrir frábæra færslu um hjólamenninguna og heilsu. Ég tek þig á orðinu kaupi mér hjálm og skjólgóðan fatnað.

Guð blessi þig kæra Guðlaug.

Helena Leifsdóttir, 18.3.2009 kl. 18:37

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Illa farið með blessuð dýrin.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2009 kl. 18:29

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Every cloud has a silver lining. Þér var ætlað að ganga stíginn.

Ragnhildur Kolka, 20.3.2009 kl. 22:29

5 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Satt segir þú Ragnhildur, hver dagur og augnablik er leitt af Guði. Auðvitað var
betra að ég fann pillupokann en börn á leið heim úr skólanum.
Ég hafði svolítið gaman af afgreiðslustúlkunni á spítalanum þegar ég rétti henni pillurnar
hún var bæði hissa og þakklát, og kvaðst mundi hringja strax í  eigandann, sem er frábært.

Helena Leifsdóttir, 21.3.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband