13.11.2008 | 12:33
Við höldum Aglow veislu í kvöld kl.20 í Garðabæ
Aglow í Garðabæ er 2ja ára, ekki hár aldur ef meðal aldur er 70 ár svo við erum rétt að byrja lífið.
Árin tvö hafa verið ævintýri líkust og hefur félögum fjölgað um 400 % sem er all gott enda brennandi
áhugi meðal kvenna að taka þátt í kristilegum samtökum sem vilja hafa áhrif á þjóðfélagið, fjölskyldu, ættingja og vini. Konur eru konum bestar, enginn skilur heim kvenna jafn vel og við sjálfar, tengslanet okkar vex og dafnar æ fl. konur taka þátt í bænahópum, leshópum, líknarstarfi, stjórnunarstörfum, sinna leiðtogahlutverki og láta að sér kveða. Konurnar sem sigur boða er mikill her skrifar Davíð í sálmi 68.
Afmælishátíð í kvöld kl.20 dagskráin verður bæði skemmtileg og uppbyggileg við munum að sjálfsögðu syngja og lofa Guð, biðja fyrir innsendum bænaefnum, horfa á myndasýngu sem er ótrúlega skemmtileg, Edda Swan Stjórnarformaður Aglow á Íslandi mun flytja Orð kvöldsins.
Kaffi/te og sætuefni á borðum, kertaljós og hugguleg stemming. Kvöldið í kvöld er sannkallað Dömukvöld umvafið kærleika Drottins.
Mig langar að bjóða þér í afmælisparty í Garðabæinn kl.20.00 - 22.00
Staður og stund
Skátaheimilið v/ Bæjarbraut í Garðabæ
( stutt frá Garðatorgi)
Allar konur,stelpur,húsfreyjur,mæður og dugmiklarkonur velkomnar.
Kær kveðja.
Helena
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)