Íslendingar fá aðstoð í Óðinsvéum

Hátt í 20 íslenskar fjölskyldur sem búsettar eru Óðinsvéum á Fjóni hafa leitað eftir matvælaaðstoð Hjálpræðishersins í borginni að undanförnu. Að því er fram kemur í dagblaðinu Fyens Stiftstidende er efnahagskreppan á Íslandi ástæða fjárhagserfiðleika þeirra.

Talsmaður hersins sem blaðið ræðir við segir að hjálparbeiðnum hafi almennt fjölgað mikið síðastliðnar vikur. Í venjulegu árferði megi búast við að 300 fjölskyldur leiti ásjár hersins um jólaleytið en nú óski yfir 500 fjölskyldur eftir aðstoð. Fólkið fær að gjöf úttektarmiða í stórmörkuðum borgarinnar að upphæð 400-700 danskar krónur ( ísl.kr.9.000 -16.000 )en í sumum tilfellum er þörf á enn meiri aðstoð./ruv.is

Hjálpræðisherinn á Íslandi skipar stóran sess í huga okkar og ber ég sjálf mikla virðingu fyrir óeigingjörnu starfi þeirra. Nú fer sá tími í hönd sem hvað mest mæðir á sjálfboðaliðum og starfsfólki hersins,  gefum rausnarlega í Jólapotta Hjálpræðihersins, kaupum Herópið blað fullt af kærleika og von, hjálpum vinum okkar að hjálpa öðrum. Hjálpræðisherinn á Íslandi

Birna Dís bloggvinkona mín skrifar þessi orð 2. des

...Ég kaupi minna fyrir mig þessi jól. Bruðla ekkert og set frekar pening til þeirra sem þarfnast þess með. Barnafólk sem lýður skort.Hvernig væri að við tækjum flest að okkur eina fjölskyldu sem á erfitt og léttum þeim lífið. Enginn þarf að vita hver "engillinn"er.5000 krónur kæmu einstæðri móðir eða fjölskyldu þar sem er engin vinna er vel.
BD/

Styrkur okkar á Íslandi er fólgin í smæðinni sem fæðir af sér samhug og vináttu til hvers annars
látum ekki bölmóð fjölmiðla ræna okkur voninni, baráttu andanum og íslenska húmornum.
Höldum áfram að biðja fyrir hvort öðru, ráðamönnum og ríksistjórn. Kristin trú er eina trúin sem gefur VON. Hjálp okkar er fólgin í Nafni Drottins, Hann mun aldrei bregðast, er ekki komin tími til að allir sem eitt biðji bænina " Himneski faðir viltu hjálpa okkur, viltu endurreisa og gefa nýja von fyrir land og þjóð, fyrirgefðu okkur að við gleymdum þér í dansinum kringum gullkálfinn, við þörfnumst þín. Í Jesú nafni / amen

Guð blessi ykkur kæru vinir.
Helena

 

 


Bloggfærslur 4. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband