Sárast er þó að finna vonbrigðin hjá ungu fólki

Fyrirbæn fyrir landi og þjóð hefur staðið yfir alla vikuna á Lindinni. Megin áhersla fyrirbiðjanda hefur verið að biðja fyrir heimilunum, fjölskyldum og hjónaböndum.

Viða er mjög erfitt og hriktir í stoðum hjá mörgum hjónum. Áhyggjur, ótti og kvíði við framtíðina hvílir á fólki, sárast er þó að finna vonbrigðin hjá ungu fólki sem hefur fyrir mörgum börnum að sjá, ungt fólk sem er að hefja lífið, væntingar og vonir horfnar, jafnvel atvinnuleysi og skuldirnar vaxa og vaxa.

Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus, dýrmætasta undirstaða þjóðar er fjölskyldan,heimilið og börnin okkar. Klukkan tifar... Guð gefi farsæla lausn inní þessar erfiðu kringumstæður á næstu mánuðum. Heimilin þurfa kraftaverk.

00001111
Elsta stofnun í heimi er hjónabandið.
Það er jafnframt það helgasta.

Þegar stofnað var til fyrsta hjónabandsins
þá var konan sem Guð valdi manninum að meðhjálp
ekki tekin úr höfði mannsins til að stjórna honum.

Hún var heldur ekki tekin úr fótum hans til að vera
fótum troðin af honum.

NEI, hún var tekin úr síðu hans til að vera honum jöfn,
undan hendi hans til að njóta verndar hans
og frá HJARTA hans til að eiga ÁST hans alla.


Guðs blessun til ykkar kæru vinir
Kærleiks kveðja
Helena

Bloggfærslur 11. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband