Sárast er þó að finna vonbrigðin hjá ungu fólki

Fyrirbæn fyrir landi og þjóð hefur staðið yfir alla vikuna á Lindinni. Megin áhersla fyrirbiðjanda hefur verið að biðja fyrir heimilunum, fjölskyldum og hjónaböndum.

Viða er mjög erfitt og hriktir í stoðum hjá mörgum hjónum. Áhyggjur, ótti og kvíði við framtíðina hvílir á fólki, sárast er þó að finna vonbrigðin hjá ungu fólki sem hefur fyrir mörgum börnum að sjá, ungt fólk sem er að hefja lífið, væntingar og vonir horfnar, jafnvel atvinnuleysi og skuldirnar vaxa og vaxa.

Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus, dýrmætasta undirstaða þjóðar er fjölskyldan,heimilið og börnin okkar. Klukkan tifar... Guð gefi farsæla lausn inní þessar erfiðu kringumstæður á næstu mánuðum. Heimilin þurfa kraftaverk.

00001111
Elsta stofnun í heimi er hjónabandið.
Það er jafnframt það helgasta.

Þegar stofnað var til fyrsta hjónabandsins
þá var konan sem Guð valdi manninum að meðhjálp
ekki tekin úr höfði mannsins til að stjórna honum.

Hún var heldur ekki tekin úr fótum hans til að vera
fótum troðin af honum.

NEI, hún var tekin úr síðu hans til að vera honum jöfn,
undan hendi hans til að njóta verndar hans
og frá HJARTA hans til að eiga ÁST hans alla.


Guðs blessun til ykkar kæru vinir
Kærleiks kveðja
Helena

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Helena.

Virkilega góð færsla og sannarlega þörf á áminningu.

Vertu Guði falin.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 04:24

2 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæll og blessaður Þórarinn.
Kærar þakkir fyrir innlitið og hlýleg orð. Áminning segirðu,já það er kannski rétt hjá þér og þá getum við spurt okkur, hver eru gildi okkar í dag á þessum erfiðu tímum? Höfum við gengið til góðs eða hafa spor okkar legið niður á við? Stöndum vörð um hjónaband karls og konu, fjölskylduna, heimilin, kristna trú sem er eina trúin sem gefur VON.

Guð blessi þig alla daga.
Helena

Helena Leifsdóttir, 13.1.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl kæra Helena!

Þetta var virkilega góð lesning.Og þörf áminnig til þjóðarinnar.

Dyrmætasti auðurinn er góð fjölskylda,maki og börn.

Sjáumst fljótt

           Kveðja til þinna "manna"          Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 21:36

4 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Velkomin aftur í Garðabæinn Dóra mín.
Takk fyrir að kvitta  !

ps.
Var ekki endurnærandi að vera í sveitinni?

Helena Leifsdóttir, 13.1.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband