Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Jerúsalem - Hvað er svo sérstakt við þessa borg?

 Israelsferð 07 040

Í raun er ekki nein sérstök fegurð þar.  Margar höfuðborgir eru miklu fegurri. Þar eru engin vötn né tjarnir. Það má segja að borgin sé í miðri eyðimörk, þakin ryki og grjóti. Það eru margar fallegar hæðir umhverfis borgina, og bak við þær hafa margir óvinaherir getað leynst þegar þeir réðust til atlögu við hana.  Þar eru engin há fjöll, enginn villtur skógur.
Engin olía né gull og engir verðmætir steinar. Þrátt fyrir þetta hafa margar þjóðir hertekið borgina og viljað eignast hana...
Ólafur Jóhannsson, vinur minn og bróðir í Kristi skrifar þarfa áminningu á blogginu sínu í dag 19. ágúst

 Við hjónin í Jerúsalem 2007

Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir, er elska þig.

P5150023  Israelsferð 07 044

Kærleikur Guðs og umhyggja umvefji þig í dag
Helena Leifs, ( aglow.is )


Ótrúleg samvinna Landlæknis og Obama...

Ótrúleg samvinna Landlæknis og Obama ef marka má fyrirsögn við þessa stórmerkilegu frétt.

Fóstureyðingum fer fækkandi
Guði sé lof og þökk fyrir góðar fréttir mitt á tímum upplausnar og svartnættis. Vonandi fáum við að sjá lægri tölur um næstu áramót. En er það ekki kappsmál okkar kvenna sem erum sérhannaðar fyrir meðgöngu og barnsfæðingar að fóstureyðingar verði aflagðar. TIL umhugsunar  fyrir nýja Ísland !

Samkvæmt tölum, sem landlæknisembættið hefur tekið saman um fjölda fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða, kemur fram að árið 2007 voru skráðar 877 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi. Árið 2006 voru fóstureyðingar 904.
                                                                   .........................

Því að þú hefir myndað nýru mín,
ofið mig í móðurlífi.
Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður,
undursamleg eru verk þín,
það veit ég næsta vel.
Beinin í mér voru þér eigi hulin,
þegar ég var gjörður í leyni,
myndaður í djúpum jarðar.
Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni,
ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína,
áður en nokkur þeirra var til orðinn.

sálmur 139; 13-16

Blessunaróskir
Helena


mbl.is Fóstureyðingum fer fækkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sárast er þó að finna vonbrigðin hjá ungu fólki

Fyrirbæn fyrir landi og þjóð hefur staðið yfir alla vikuna á Lindinni. Megin áhersla fyrirbiðjanda hefur verið að biðja fyrir heimilunum, fjölskyldum og hjónaböndum.

Viða er mjög erfitt og hriktir í stoðum hjá mörgum hjónum. Áhyggjur, ótti og kvíði við framtíðina hvílir á fólki, sárast er þó að finna vonbrigðin hjá ungu fólki sem hefur fyrir mörgum börnum að sjá, ungt fólk sem er að hefja lífið, væntingar og vonir horfnar, jafnvel atvinnuleysi og skuldirnar vaxa og vaxa.

Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus, dýrmætasta undirstaða þjóðar er fjölskyldan,heimilið og börnin okkar. Klukkan tifar... Guð gefi farsæla lausn inní þessar erfiðu kringumstæður á næstu mánuðum. Heimilin þurfa kraftaverk.

00001111
Elsta stofnun í heimi er hjónabandið.
Það er jafnframt það helgasta.

Þegar stofnað var til fyrsta hjónabandsins
þá var konan sem Guð valdi manninum að meðhjálp
ekki tekin úr höfði mannsins til að stjórna honum.

Hún var heldur ekki tekin úr fótum hans til að vera
fótum troðin af honum.

NEI, hún var tekin úr síðu hans til að vera honum jöfn,
undan hendi hans til að njóta verndar hans
og frá HJARTA hans til að eiga ÁST hans alla.


Guðs blessun til ykkar kæru vinir
Kærleiks kveðja
Helena

Ég sagði nei...

Ung kona skrifar mjög merkilega grein í mbl. í dag sem vakti mig til umhugsunar um réttindi barna.
Greinin hennar ber yfirskriftina " Má bjóða þér fósturgreiningu ? " Melkorka segir frá reynslu sinni
um þann þrýsting sem konur eru beittar varðandi ófætt barn sitt. Ég segi þrýsting þvi ég á sjálf samskonar reynslu og Melkorka. 42ja ára að aldri var ég hvött af þekktum lækni til að fara í fósturgreiningu, þá gengin 13 vikur með yngsta drenginn minn. Mér var bent á að ég væri að brenna á tíma og sterkar líkur á að þessi einstaklingur yrði mér fjötur um fót. Ég valdi að treysta Guði, í dag er ég þakklát fyrir þá ákvörðun.

Ég er ekki sátt við að enn í dag er reynt að ræna verðandi mæðrum þeirri gleði og hamingju sem meðganga er,og  þau forréttindi að fæða lifandi einstakling sem er elskaður og velkomin í fjölskylduna. Verum heilbrigð í hugsun, veljum að standa vörð um lífið.

Arms of Love

Greinin hennar Melkorku...

ÉG HITTI góða ljósmóður reglulega vegna þess að ég er ófrísk. Það eru tilmæli frá landlækni til ljósmæðra að öllum mæðrum sé boðið upp á fósturgreiningu eða snemmsónar eins og það er líka kallað, til að hægt sé að athuga hvort barnið sé heilbrigt. Þessar upplýsingar fékk ég hjá ljósmóðurinni minni.

Svo vill til að ég er búin að kynna mér vel fósturgreiningu. Fósturgreining sem bendir til að barnið sé fatlað á einhvern hátt leiðir nær undantekningarlaust til þess að fóstrinu er eytt. Þetta veit landlæknir. Þess vegna særði þetta „boð“ mig mjög. Það er mín skoðun að þær konur sem vilja fara í fósturgreiningu geti beðið um hana sjálfar. Ég kæri mig ekki um svona viðbrögð við því að ég sé ófrísk.

Barnið sem nú er ófætt í leginu mínu er einfaldlega hluti af fjölskyldunni minni og ég kann mjög illa við að mér sé boðið að athuga hvort það sé heilbrigt svo ég geti „tekið upplýsta ákvörðun um hvort ég ætli að binda enda á meðgönguna“ eins og það er orðað á pólitískt réttan hátt.

Svona boð bera ekki vitni um virðingu gagnvart hinu ófædda barni. Af hverju er verið að bjóða mæðrum upp á slíka greiningu að fyrra bragði af landlækni? Er honum svona umhugað um mæðurnar eða er e.t.v. verið að stuðla að sparnaði í kerfinu? Það er ekki ódýrt fyrir þjóðfélagið að hugsa um fatlað fólk með því t.d. að byggja sambýli og reka þau.

Það væri nær að landlæknir beindi þeim tilmælum til ljósmæðra að upplýsa mæður um alla þá aðstoð sem er í boði fyrir fjölskyldur fatlaðra barna og fyrir hinn fatlaða einstakling á fullorðinsárunum. Ég hef unnið með fötluðum og það er mín reynsla að fatlaðir á Íslandi eru oftast hamingjusamir, þeir auðga líf allra í kringum sig og þeir geta vel spjarað sig með góðri hjálp. /Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar um fósturskimun.

Ég flyt öllum konum og mæðrum blessunarkveðjur.
Helena


Íslendingar fá aðstoð í Óðinsvéum

Hátt í 20 íslenskar fjölskyldur sem búsettar eru Óðinsvéum á Fjóni hafa leitað eftir matvælaaðstoð Hjálpræðishersins í borginni að undanförnu. Að því er fram kemur í dagblaðinu Fyens Stiftstidende er efnahagskreppan á Íslandi ástæða fjárhagserfiðleika þeirra.

Talsmaður hersins sem blaðið ræðir við segir að hjálparbeiðnum hafi almennt fjölgað mikið síðastliðnar vikur. Í venjulegu árferði megi búast við að 300 fjölskyldur leiti ásjár hersins um jólaleytið en nú óski yfir 500 fjölskyldur eftir aðstoð. Fólkið fær að gjöf úttektarmiða í stórmörkuðum borgarinnar að upphæð 400-700 danskar krónur ( ísl.kr.9.000 -16.000 )en í sumum tilfellum er þörf á enn meiri aðstoð./ruv.is

Hjálpræðisherinn á Íslandi skipar stóran sess í huga okkar og ber ég sjálf mikla virðingu fyrir óeigingjörnu starfi þeirra. Nú fer sá tími í hönd sem hvað mest mæðir á sjálfboðaliðum og starfsfólki hersins,  gefum rausnarlega í Jólapotta Hjálpræðihersins, kaupum Herópið blað fullt af kærleika og von, hjálpum vinum okkar að hjálpa öðrum. Hjálpræðisherinn á Íslandi

Birna Dís bloggvinkona mín skrifar þessi orð 2. des

...Ég kaupi minna fyrir mig þessi jól. Bruðla ekkert og set frekar pening til þeirra sem þarfnast þess með. Barnafólk sem lýður skort.Hvernig væri að við tækjum flest að okkur eina fjölskyldu sem á erfitt og léttum þeim lífið. Enginn þarf að vita hver "engillinn"er.5000 krónur kæmu einstæðri móðir eða fjölskyldu þar sem er engin vinna er vel.
BD/

Styrkur okkar á Íslandi er fólgin í smæðinni sem fæðir af sér samhug og vináttu til hvers annars
látum ekki bölmóð fjölmiðla ræna okkur voninni, baráttu andanum og íslenska húmornum.
Höldum áfram að biðja fyrir hvort öðru, ráðamönnum og ríksistjórn. Kristin trú er eina trúin sem gefur VON. Hjálp okkar er fólgin í Nafni Drottins, Hann mun aldrei bregðast, er ekki komin tími til að allir sem eitt biðji bænina " Himneski faðir viltu hjálpa okkur, viltu endurreisa og gefa nýja von fyrir land og þjóð, fyrirgefðu okkur að við gleymdum þér í dansinum kringum gullkálfinn, við þörfnumst þín. Í Jesú nafni / amen

Guð blessi ykkur kæru vinir.
Helena

 

 


Ísl. embættismenn og Litla gula hænan

Atburðarás síðustu vikur minnir á söguna um Litlu Gulu hænuna og vini hennar sem
vildu borða brauðið en ekki leggja neitt að mörkum.

400px Litla gula h%C3%A6nan

"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati,


Orðaleikur og laumuspil embættismanna og stjórnenda er með ólíkindum, enginn ber ábyrgð allir eru blásaklausir.  Hvernig er hægt að koma fram í fjölmiðlum og horfa blákalt framan í þjóðina og segja "Ekki ég "  Er hallærislegt að játa mistök og fara á mis við fyrirgefninguna ?  Dapurlegt hugarfar ef rétt reynist.

Litla gula hænan rappútgáfa/

Litla gula hænan, litla gula hænan, 
hver ætlar nú að hjálpa þér, vænan?
Við spyrjum enn og aftur um hænuna þá, 
hvort hún fari ekki bráðum smá hjálp að fá?
Litla gula hænan sagði "Jibbí jæ!
Mikið var ég heppin - ég fann hveitifræ!
Hver ætlar nú að planta fræinu hér?
Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati,
"Æ, ég nenni því ekki!" sagði grísinn lati.
"Ef þið eruð svona ofsalega löt og sein,
þá geri ég það bara alveg ein,"
- sagði litla gula hænan og fór - YO!
Litla gula hænan sagði "Jú hú hú!
Það er komið að því að slá hveitið nú!"
Hún fer og talar við alla sem hún sér:
"Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Næsta skref,
það er að mala kornið sem ég hef,
svo að úr því verði mjöl, eins og sérhver sér.
Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Hveiti í skál,
við skulum búa til brauð, það er lítið mál!
Hver vill koma hér og blanda vatn og ger?
Réttið upp hönd sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Þetta er flott
Nú er brauðið til, og það er heitt og gott.
Svo nú segi ég við alla áður en ég fer:
Réttið upp hönd sem vilja borða með mér!"
 
"Það vil ég!" sagði kisa. "Það vil ég" sagði Snati.
"Ég vil líka!" sagði grísinn og stóð ekki á gati.
"Fyrst þið voruð alltaf svona löt og sein,
þá ætla ég bara að borða brauðið alein!"
- sagði litla gula hænan og fór - YO!

Texti: Baldur A. Kristinsson, okt. 2005.
Byggt á "Little Red Hen" í Three Singing Pigs eftir Kaye Umansky.
www.bornogtonlist.net )
 
 

 

 


Lykill að blessunum

Linda og Rósa bloggvinurnar hvetja til blessunarbloggs, yndisleg hugmynd. Blessun er velþóknun og snerting frá Guði yfir líf og starf. Blessun er náð og kærleikur Guðs fyrir líf okkar.  Biblían " Heilög ritning" er yfirfull af versum um blessanir Drottins. Ef þú verð inná www.biblian.is og skrifar "blessun" muntu verða undrandi.

Lykil að blessunum er að finna í 5. mós.28,-
BibleSunsetRuths

Ef þú hlýðir grandgæfilega raustu Drottins Guðs þíns, svo að þú varðveitir og heldur allar skipanir hans, þær er ég legg fyrir þig í dag, þá mun Drottinn Guð þinn hefja þig yfir allar þjóðir á jörðu,og þá munu fram við þig koma og á þér rætast allar þessar blessanir, ef þú hlýðir raustu Drottins Guðs þíns:

Blessaður ert þú í borginni og blessaður ert þú á akrinum.

Blessaður er ávöxtur kviðar þíns og ávöxtur lands þíns og ávöxtur fénaðar þíns, viðkoma nautgripa þinna og burðir hjarðar þinnar.

Blessuð er karfa þín og deigtrog þitt.

Blessaður ert þú, þegar þú gengur inn, og blessaður ert þú, þegar þú gengur út.

Drottinn mun láta óvini þína bíða ósigur fyrir þér, þá er upp rísa í móti þér. Um einn veg munu þeir fara í móti þér, en um sjö vegu munu þeir flýja undan þér.

Drottinn láti blessun fylgja þér í forðabúrum þínum og í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, og hann blessi þig í landinu, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.

Drottinn gjöri þig að lýð, sem heilagur er fyrir honum, eins og hann hefir svarið þér, ef þú varðveitir skipanir Drottins Guðs þíns og gengur á hans vegum.

Og allar þjóðir á jörðinni munu þá sjá, að þú hefir nefndur verið eftir nafni Drottins, og þær munu óttast þig.

Drottinn mun veita þér gnægð gæða í ávexti kviðar þíns og í ávexti fénaðar þíns og í ávexti lands þíns í landi því, sem Drottinn sór feðrum þínum að gefa þér.

Drottinn mun upp ljúka fyrir þér forðabúrinu sínu hinu góða, himninum, til þess að gefa landi þínu regn á réttum tíma og blessa öll verk handa þinna, og þú munt fé lána mörgum þjóðum, en sjálfur eigi þurfa að taka fé að láni.

Drottinn mun gjöra þig að höfði og eigi að hala, og þú skalt stöðugt stíga upp á við, en aldrei færast niður á við, ef þú hlýðir skipunum Drottins Guðs þíns, þeim er ég legg fyrir þig í dag, til þess að þú varðveitir þær og breytir eftir þeim, og ef þú víkur ekki frá neinu boðorða þeirra, er ég legg fyrir yður í dag, hvorki til hægri né vinstri, til þess að elta aðra guði og þjóna þeim.
5. mós. 28,

Hver er lykillinn að blessunum Drottins?
Hlýða,heiðra og elska Nafnið hans
Hlýða og heiðra Orð hans " Heilög ritning!
Elta ekki aðra guði,né þjóna þeim.

Svo einfalt er það kæru vinir mínir og elskuðu samlandar
og systkini í Jesú Kristi.


alliwant4

Drottinn Guð blessi þig allar stundir.
Helena


Er kærleiksboðskapur hættulegur?

Spyr Kolbrún Bergþórsdóttir ( í 24stundir í dag). Sem stendur með Guði,Kristi og englunum.Kolbrún er með betri pennum landsins enda rennur Strandablóð í æðum hennar.Kolbrún fær Gullpálmann frá Aglow í Garðabæ og blessunarbænir!

 

... Er það ekki bara af hinu góða að börn fái að heyra af Guði, Jesúbarninu og englunum?

Ég hefði haldið að það veitti nú ekki af slíkri fræðslu í hálftrylltum heimi þar sem menn eru sífellt að lenda á villigötum. Ef einstaklingar ætla að eignast hugarró verða þeir að hafa innri áttavita.

Þann áttavita eignast menn helst með því að tileinka sér fagnaðarboðskap. Og það er farsælast fyrir einstaklinga að kynnast þeim boðskap sem fyrst. Leitt að leikskólarnir skuli neita að taka þátt í svo nauðsynlegri fræðslu

Öll greinin hennar Kolbrúnar.

Við erum kristin þjóð og Guði sé lof fyrir það!

Kristintrú er kennd en ekki boðuð...
Skólinn í hverfinu mínu kennir kristnifræði,goðafræði og. fl. trúarbrögð.Ekki hefur það truflað okkur á neinn hátt enda er hér um fræðslu og kynningu að ræða.Synir mínir höfðu gaman af. Ásatrú fékk áberandi mikla umfjöllun, ekki leit ég á það sem trúboð heldur fræðslu. Ég held að menn verði að gera greinarmun á kristniboði og fræðslu.Biblíusögur eru skemmtilegt fag.

Við erum kristin þjóð.
Stjórnarskrá okkar er byggð á kristnum gildum og siðfræði trúarhefðar okkar. Það hefur margsinnis sýnt sig að þegar á reynir td. í náttúruhamförum og alvarlegum slysum að kirkjur landsins hafa fyllst af fólki sem leitar huggunar í trúnni á Jesúm Krist. Hér í Garðabæ leituðu unglingarnir okkar inní kirkjuna þegar ung stúlka beið bana í bílslysi fyrir 2 árum,skólinn tók einnig þátt í sorg þeirra og söknuði. Þá gengdi bænin og huggun frá Orði Guðs Biblíunni lykil hlutverki. Kristin trú er okkur í blóð borin,látum engan taka þann arf frá okkur.

Við erum kristin þjóð.
Þeir sem flytja hingað til landsins setjast ekki hér að til að umbylta þjóðfélagi okkar né kristinni trú. Á sama hátt og ef við flytjum til Indlands eða Jórdaníu verðum við að aðlaga okkur að þeirra hefð og menningu.Það þýðir samt sem áður ekki að fólk þurfi að afneita trú sinni.Þessvegna skil ég ekki hvernig við ætlum að vera sá gestgjafi sem ætlar að þóknast öllum er hingað flytja.Í mínum huga kallar það á ringulreið.

Guð blessi ykkur öll.

Helena Leifsdóttir,formaður Aglow í Garðabæ 

 


Nei... ekkert !

Bænaganga  Bænagangan
 

Ég lá heima á sjúkrabeði og fylgdist spennt með fjölmiðlum um helgina. Í mínum huga var það ekki spurning að fjölmiðlar sæu ástæðu til að birta myndir og fréttabort frá Bænagöngu sem bar yfirskriftina " Gengið gegn myrkri" gengið var frá Hallgrímskirkju sem í huga okkar margra er  drotting Reykjavíkur.Þrjuþúsund manns gengu niður á Austurvöll til að eiga bænastund fyrir landi
og þjóð.
Ekki er vanþörf á finnst mér, eftir fréttir af hryllilegri nauðgun sem framin var um helgina.
Enn einusinni var kona fórnarlamb ofbeldis og misindismanna.

Ég hlustaði og horfði og vafraði á milli mbl.og vísir ... Nei ekkert !

Lindin Kristilegt útvarp var með útsendingu frá göngunni, en hinsvegar héldu fjölmiðlar ekki vatni yfir opnum nýrrar leikfangaversl. í Garðabæ,viðtöl og myndir af herlegheitunum.

Dagblöðin sáðu heldur ekki ástæðu til að fjalla um gönguna sem var í allastaði til sóma og til að gleðja alla þá sem  vilja vekja þjóðina til umhugsunar um hver staða hennar er í dag á 21 öldinni.
Þjóð sem ekki fyrir alllöngu síðan las húslestra á kvöldin bað bænir og signdi sig,þjóð sem bar virðingu fyrir skaparanum og treysti á hjálp hans.

Nei,gott fólk !  þjóðin þarf á vakningu ljóssins að halda,þessvegna þurfum við að nema staðar og spyrja okkur ætlum við að sætta okkur við meira myrkur? Ætlum við að sætta okkur við að fl. konum sé misþyrmt á götum borgarinnar,ætlum við að sætta okkur við ofbeldið ,hatrið ,reiðina mannfyrirlitininguna,girndina sem tekur völdin um helgar í miðbæ Reykjavikur? Ef einhvern tíma er þörf á BÆNAVAKNINGU er það í dag.
Stöndum vörð um kristin gildi og siðferði það er skylda okkar!

Blessun og friður úr Garðabænum.

Helena

ps. Tónleikarnir i Höllinni eru hér á myndbandi 

 
 
 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband