Nei... ekkert !

Bænaganga  Bænagangan
 

Ég lá heima á sjúkrabeði og fylgdist spennt með fjölmiðlum um helgina. Í mínum huga var það ekki spurning að fjölmiðlar sæu ástæðu til að birta myndir og fréttabort frá Bænagöngu sem bar yfirskriftina " Gengið gegn myrkri" gengið var frá Hallgrímskirkju sem í huga okkar margra er  drotting Reykjavíkur.Þrjuþúsund manns gengu niður á Austurvöll til að eiga bænastund fyrir landi
og þjóð.
Ekki er vanþörf á finnst mér, eftir fréttir af hryllilegri nauðgun sem framin var um helgina.
Enn einusinni var kona fórnarlamb ofbeldis og misindismanna.

Ég hlustaði og horfði og vafraði á milli mbl.og vísir ... Nei ekkert !

Lindin Kristilegt útvarp var með útsendingu frá göngunni, en hinsvegar héldu fjölmiðlar ekki vatni yfir opnum nýrrar leikfangaversl. í Garðabæ,viðtöl og myndir af herlegheitunum.

Dagblöðin sáðu heldur ekki ástæðu til að fjalla um gönguna sem var í allastaði til sóma og til að gleðja alla þá sem  vilja vekja þjóðina til umhugsunar um hver staða hennar er í dag á 21 öldinni.
Þjóð sem ekki fyrir alllöngu síðan las húslestra á kvöldin bað bænir og signdi sig,þjóð sem bar virðingu fyrir skaparanum og treysti á hjálp hans.

Nei,gott fólk !  þjóðin þarf á vakningu ljóssins að halda,þessvegna þurfum við að nema staðar og spyrja okkur ætlum við að sætta okkur við meira myrkur? Ætlum við að sætta okkur við að fl. konum sé misþyrmt á götum borgarinnar,ætlum við að sætta okkur við ofbeldið ,hatrið ,reiðina mannfyrirlitininguna,girndina sem tekur völdin um helgar í miðbæ Reykjavikur? Ef einhvern tíma er þörf á BÆNAVAKNINGU er það í dag.
Stöndum vörð um kristin gildi og siðferði það er skylda okkar!

Blessun og friður úr Garðabænum.

Helena

ps. Tónleikarnir i Höllinni eru hér á myndbandi 

 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Hæ Skvísa, vona að þér líði betur, ég var á bænagöngunni og þetta var yndisleg upplifun, sé ekki eftir að hafa farið. 

Linda, 14.11.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Magnús Unnar

Þetta er mjög góður punktur hjá þér. Fjölmiðlar mættu aðeins snúa sér að mikilvægari málum en að auglýsa erlend stórfyrirtæki.

Magnús Unnar, 14.11.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband