Dóp á glámbekk

Núna hef ég ákveðið að leggja bílnum og ganga eða nota hjólið mitt sem liggur undir skemmdum á bak við hús. Ég man þegar ég valdi þennan glæsifák, silfur gráan með dempara í sæti og hjólaði um allan bæ. Ég er að velta því fyrir mér að nota matarolíu á keðjuna og  fáeina dropa á öll liðamót á hjólinu áður en ég legg íhann.  Ég vildi frekar fá hjól en hund, meira notagildi þó að hundurinn sé sennilega skemmtilegri.  En hvað með það.

Í dag kom ég litlum hundi til bjargar sem lá fárveikur heima og gat sig hvergi hreyft.  Við mæðgurnar fórum í langa – langa  gönguferð alla leið í Fjarðakaup. Við löbbuðum stíginn meðfram hrauninu.  Á svörtu malbikinu liggur plastpoki með grunsamlegu innihaldi við nánari athugun kom í ljós miði frá Dýraspítalanum tvær töflur 3x á dag. Ekki gat ég hugsað mér að litla skinnið eða áhyggjufullur eigandi í öngum sínum að leita af töflunum. Svo ég arkaði  uppá Dýraspítala og afhenti  góssið.

Ef ég hefði verið á gullvagningum hefði ég farið á mis við þessa skemmtilegu uppákomu.
Góður göngutúr er gleðigjafi.

Bloggfærslur 17. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband