Skemmtilegt Aglow kvöld í Garðabænum.

Það var reglulega notalegt að hitta Aglowkonur  1. mars sl. Kvöldið hófst á
léttinum veitingum og spjalli. Gerður Árnad. skáld með meiru las fyrir okkur
stórgott frumsamið ljóð og Guðrún Sæm. bloggari samdi lag sem við sungum saman
við texta úr guðorði " Náð þín nægir mér". Snjallar stelpur þarna suðurfrá.

Helena og Inga Dóra sáu um Gospelið en það er vel til fundið að spila á gítar og klarenet finnst mér. Óvenjumörg fyrirbænaefni bárust inná fundinn sem segir okkur að víða er neyð og þörf á fyrirbæn í okkar þjófélagi.

 Árný Heiðars

Árný Heiðars. frá Vestmannaeyjum var ræðukona kvöldsins,hún tók okkur með til Eyja og leyfði okkur að upplifa hvað Guð er að gera í samfélagshópnum hennar sem hittist vikulega í heimahúsi. Samfélagshópur er fólk sem hittist í heimahúsi til að lesa Guðsorð og biðja saman,skiptast á reynslusögum úr daglega lífinu.Þetta er í rauninni lifandi heimakirkja.Frábært að mínu mati.

 

Hér er gott orð til okkar; Hafið ekki áhyggjur af neinu.Segið Guði frá öllum þörfum ykkar og gleymið ekki að þakka honum því að hann svarar bænum okkar. ( Fil 4:6-)

Guð er góður Guð.

 

Næsta Aglow í Garðabænum verður 12.apríl nk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband