16.3.2007 | 11:32
Konur í Stykkishólmi.
Aglow-kvöld föstudaginn 16.mars. kl.20.00
Aglow konur í Stykkishólmi fá góðan gest á Aglowfundinn sem verður haldin í
safnaðarheimilinu kl.20.00. Alda Hauksdóttir,meinatæknir er Hólmurum að góðu kunn enda bjó hún fyrir vestan í nokkur ár og heillaðist af Hólminum og
Aglow-starfinu.
Alda er skemmtileg ræðukona og hefur frá mörgu að segja ,ég veit að hún mun segja frá kvöldinu góða þegar hún hitti Bryndísi í fyrsta skipti og uppfrá því fór Alda að pæla í trúnni á Jesúm Krist. Alda á í dag lifandi trú og segir óhikað frá upplifun sinni,trúnni og bænasvörum. Yndislegt Aglow kvöld framundan í kirkjunni í Stykkishólmi.
Hugrún og Karín ætla að spila og syngja, eflaust verða góðar veitingar að hætti þeirra fyrir vestan. Við ættum kannski að skella okkur vestur í kvöld og eiga frábært kvöld saman með Aglow konum.
Bryndís Benediktsdóttir,
formaður Aglow í Stykkishólmi
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.