26.3.2007 | 11:42
Aglow í Reykjavik.
Aglowkonur í Reykjavik verða með Opið Hús í kvöld 26.mars kl.20.00
í kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60 3.hæð -
Ræðukona kvöldsins verður Guðrún Erla Gunnarsdóttir eða ELLA,hún er ritari Aglow í Garðabæ. Ella er mikil hugsjóna kona
um framgang guðsríkis á Íslandi og um allan heim.
Hún og bóndi hennar Kolbeinn
hafa lagt ferð sína til Afríku og tekið þátt í samkomuherferðum þar ytra, sjá heimasíðu þeirra www.vonin.ws
Helena og Inga Dóra ætla að spila og syngja falleg gospellög ásamt ykkur sem mætið á svæðið. Aglowkonur eru bænakonur,vikulega koma saman bænahópar um allt land til að biðja fyrir bænaefnum,landi og þjóð.
Einnig verða léttar veitingar og heitt á könnunni. Aðgangseyrir er kr. 700.-
Framundan er ljúft og gott kvöld með Aglowkonum.Við hlökkum til að hitta þig og vinkonur þínar í kvöld kl.20.00
Frið læt ég eftir hjá ykkur,minn frið gef ég ykkur.
Minn friður er ekki hverfull eins og sá friður sem heimurinn gefur,
verið því hvorki kvíðafullir né hræddir.
(Jóh.15;27- Lifandi Orð)
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.