Þörf fyrir kraftaverk...

 

 ...Áður fyrr átti fólk guðrækni innra með sér...

Ég er sammála s.Hubert Oremus

Áður átti fólk guðrækni innra með sér og fjölskylduböndin voru sterk,nú er gamalt fólk sent á elliheimili og börnin fara á mis við að kynnast reynslu þess,nýtur ekki áhrifa frá þeim eldri og lífsviðhorfi þeirra.Fjölskylda nútímans er þvi bara ungt fólk og börn þess.

Ég segi stundum að nú sé þörf fyrir kraftaverk á borð við þegar Íslendingar
tóku kristna trú á Þingvöllum. Glæpatíðnin og annað slæmt sýnir að við erum
að komast á botninn. Annaðhvort þarf að fjölga fangelsum og stofufangelsum
eða taka upp betri siði.
Trúin er leið til þess. Helst þyrfti þetta að gerast áður en allt fer á hinn versta veg.
Mannleg lög koma ekki í staðinn fyrir kristið siðferði.
/mbl.8.apríl 2007 / páskadagur.

             **************

Þjóðin þarf að upplifa kraftaverk Upprisunnar.Gröfin er tóm vinir,
Jesús lifir í dag,hann er frelsari,lausnari,læknir og undraráðgjafi og
kærleiksríkur vinur. Þessvegna vil ég syngja í dag;

Hann er upprisinn,
hann lifir í dag,
hann er frelsarinn minn.
Ég elska nafnið hans.
Nafnið Jesús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband