Mætum í Garðabæ í kvöld.

Aglow kvöld í Garðabænum
Fimmtudaginn 12. apríl.20.00 í Skátaheimilinu (bláahúsið) við Bæjarbraut


Vorboðinn ljúfi laukar og brum á trjám segir okkur að senn er vetur
á enda og við hér í Garðabænum ætlum að kveðja veturinn með
stæl. Við skulum dansa og lofa Drottinn saman og færa honum
lofgjörðarfórn nafni hans til dýrðar.

Halldóra ÁsgeirsdóttirRæðukona kvöldsins verður Haldóra Ásgeirsdóttir,hún er ein af
stjórnarkonum í stjórn Garðabæjar. Halldóra er bæði prédikari
og góður kennari,hún hefur frá mörgu að segja og veit ég að
orð hennar munu blessa okkur.
Við vorum að fá þær frétttir að Þórunn Helgadóttir sem er nýkomin
heim frá Kenya komi jafnvel í heimsókn og segi okkur frá stór-
merkjum Guðs í Kenya en ABC barnahjálp er að hefja starf þar
meðal barna.
Helena og Inga Dóra ætla að sjá um Gospelið...gaman..gaman.
Léttar veitingar og sennilega eitthvað sætt verður á borðum að
hætti hússins. Aðgangseyrir er kr.700.-

Bænakarfan verður á sínum stað en á síðasta fundi bárust mjög
mörg bænaefni sem segir okkur að víða er neyð í þjóðfélaginu.
Aglowkonur eru bænakonur,við komum saman vikulega til að
biðja fyrir landi og þjóð.

 

Allar konur,stelpur eru hjartanlega velkomnar á Aglowkvöldið.
 

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband