18.4.2007 | 09:10
Fótgönguliðar um borg og bæ
Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn, við fögnum sumri
ásamt öllum landsmönnum. Strax eftir morgunkaffi kl.9.00 leggja 24 gönguhópar
af stað, víðsvegar um landið, með það að markmiði að biðja fyrir
landi og þjóð. Þetta er stórmerkilegur viðburður
vegna þess að Bænagangan sameinar okkur í bæn til Drottins fyrir landinu okkar.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Þú skalt byrja á því að finna þinn gönguhóp.
Þú velur þér legg til að ganga en göngur eru um klukkustund að lengd
(3-5 km)og því á færi velflestra. Nánari upplýsingar er að finna á www.lindin.is
Síðan hittast allir af höfuðborgarsvæðinu, kl. 11:30 í sal KFUM & KFUK
við Hotlaveg í Reykjavík, þar verður mikil gleði og skemmtileg uppákoma
með Gospel kór Reykjavikur.
Einnig verður boðið uppá léttan hádegisverð og sameiginlega bænastund.
Taktu með þér vin/vini og eigðu með okkur yndislega morgunstund
í góðum félagsskap.
og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum
þá vil ég heyra þá frá himninum,fyrirgefa þeim syndir þeirra
og græða upp land þeirra.
2.kron.7;14-
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 20.4.2007 kl. 21:32 | Facebook
Athugasemdir
Sæl vertu Helena, ég hef ákveðið að þiggja boð þitt á Karlakvöld Aglow. Ég gerði eins og þú sagðir, ég setti (Helena bauð mér) innan sviga í bréfið. Hlakka til að sjá þig og ætlaði einnig að biðja um leyfi til þess að auglýsa Karlakvöldið á blogginu mínu, ég er að upplifa að fá ca. 400 heimsóknir á dag á síðuna mína, þannig ef sá miðill myndi nýtast þá væri mér ljúft að geta hjálpað.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2007 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.