Bænagangan var blessun.

Bænagangan á Sumardaginn fyrsta var mikil blessun . Við
vorum 7 stk. sem lögðum af stað frá Flataskóla hér í
Garðabæ frá 4 mismunandi kirkjum. Hver gönguleggur fékk
ákveðið fyrirbænaefni  við báðum fyrir "Menntun og uppeldismálum"

Bænaganga breytir borgum og bæjum,finnst ykkur það ekki stórmerkilegt?
Þegar við umvefjum landið okkar með fyrirbæn breytast hlutirnir.
Á göngu um hverfið mitt eða bæinn minn er ég í nánari snertingu við
umhverfið ,mér finnst það áhrifaríkara heldur en að biðja heima í stofu
kannski vegna þess  td. síminn hringir,einhver kemur í kaffi,eða
hugurinn fer frekar á flakk margt sem truflar. Þessvegna heillar
bænagangan mig, sem dæmi get ég sagt ykkur að þegar ég geng
framhjá skólanum bið ég fyrir skólastjóra og kennurunum og öllu því
góða fólki sem hugsar um menntun barna og unglinga.Ég bið um
blessun Guðs og varðveislu yfir líf þeirra.

Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins látum ekki raddir guðleysis
ræna fjölskylduna kristnum gildum,barn sem elst upp við við kærleika
og guðsótta uppsker mikla blessun frelsi og lífshamingju.
Heimilin,foreldrar,börnin,ungt fólk þurfa á fyrirbæn að halda, stöndum
vörð um land og þjóð í bæn til Drottins. Bæn er samtal við Guð, munum
að hann hefur alltaf tíma til að hlusta.Ekkert stress á þeim bæ.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

  Þið eruð æðislegar, ekki spurning.

Linda, 21.4.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband