22.4.2007 | 23:19
Íslensk Teresa í Kenya
Þórunn Helgadóttir í Kenya ásamt börnum
á heimili ABC barnahjálpar.
Kompásþátturinn á Stöð 2 í kvöld
lætur engan ósnortin
þessi þáttur er besti þáttur
sem ég hef séð í langan tíma.
Takk Logi Bergmann !
Snilldar heimildarmynd um ABC í Kenya.
Hugsjónakonan Þórunn Helgadóttir er einskonar Teresa
í fátækrahverfinu í Nairobi. Heimilisfólkið á mínum bæ var djúpt snortið og hafði elsti sonur minn orð á þvi að hann mundi með mikilli gleði gefa andvirði 2x pizzu til að hjálpa fátæku barni í Kenya mánaðarlega.
Ég þekki Þórunni persónulega vegna þess að ég sit í stjórn ABC barnahjálpar
og hef fylgst með þessari ungu ofurkonu frá upphafi,hugrekki hennar og
eldmóður hefur bæði blessað okkur og hvatt til dáða að framkvæma enn
meira í Afríku,Indlandi og Pakistan.
Þórunn er einnig heiðursfélagi í Aglow í Garðabæ og ætlum við að styðja
vel við bakið á okkar konu.
....Hér er úrdráttur úr bréfi frá Þórunni í febr. sl. (sláandi raunveruleiki)
Mig langar að biðja þig að biðja fyrir litlu börnunum okkar í dag.
Þau heita Margrét og Mwangi og eru í frekari rannsóknum og er verið
að eyðni prófa þau. Það er jafnvel líklegt að þeim hafi verið nauðgað út
af þeirri hjátrú að hægt sé að losna við eyðni með því að
stunda kynlíf með barni.
Mwangi litli er afmyndaður í mjöðmunum og getur ekki staðið lengi
né haldið hægðum og þvagi. Margret er með sýkingar og kvartar
undan sársauka í kviðarholinu.Þau komu seint heim af sjúkrahúsinu
í gærkvöldi, voru reyndar nýkomin þegar ég talaði við þig og í morgun
fóru þau snemma aftur í rannsóknir. Við báðum fyrir þeim í nótt
og ég bið núna stöðugt.
Þannig er líf Þórunnar hver dagur er áskorun að gefa fátæku barni
nýja von og nýtt líf. Guð blessi hana og skjólstæðinga hennar.
Heimasíða ABC á Íslandi www.abc.is
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 23.4.2007 kl. 00:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.