23.4.2007 | 18:17
Mig langar að gefa 3 milljónir
Einstaklingur sem kallar sig Nonni heimsótti okkur á skrifstofu
ABC barnahjálpar í dag og sagði " Mig langar að gefa 3 milljónir"
til Kenya. Já,þú ert að lesa rétt...3 milljónir , kona á Akureyri
sendi 1 milljon til Kenya, símalínurnar loga og tölvupóstum riggnir
inn, íslenska hjartað hefur tekið við sér enn á ný. Við hjá ABC-
barnahjálp og Þórunn Helgadóttir sem er forstöðukona í Nairobi
Kenya erum með tárin i augunum af þakklæti.
Umfjöllunin í Kompás þættinum í gærkveldi hefur hrært hvert
einasta hjarta og fólk segir ég get ekki horft uppá þessa neyð,
ég verð að gera eitthvað ! Takk,takk og Guð blessi ykkur öll
sem eruð að hjálpa okkur að lyfta grettistaki í slumminu í
Kenya.
Þú ert kannski að pæla í hvað þú getur gert, lyfjaskammtur
fyrir barn sem er veikt af malaríu kostar kr.500, okkur sár-
vantar stuðningsaðila og foreldra sem vilja kosta fulla
framfærslu barns (Menntun,heimili,læknishjálp,umhyggja)
Það kostar kr.3200.- á mánuði.
Heimasíðan okkar www.abc.is
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.