Jafnvel þó að þú sért ekki trúuð manneskja, þá ættirðu að lesa þetta.

Það er mjög einkennilegt hvernig þetta kom til. Jafnvel þó að þú sért ekki trúuð manneskja, þá ættirðu að lesa þetta. Svo skrifar Sigurður Ægisson í mbl. í dag 4/11 hann vísar í tölvupóst sem mörg okkar hafa fengið og er óneitanlega mjög merkilegt...Lestu hvað Sigurður skrifar...

 

Spurning: Hver er stysti kaflinn í Biblíunni?

Svar: Sálmur 117.

Spurning: Hver er lengsti kaflinn í Biblíunni?

Svar: Sálmur 119.

Spurning: Hvaða kafli er í miðjunni á Biblíunni?

Svar: Sálmur 118.

Staðreyndir:
Það eru 594 kaflar á undan 118. Davíðssálmi. Það eru 594 kafla á eftir 118. Davíðssálmi. Leggðu þessar tölu saman og þá færðu út 1188.

Spurning: Hvaða vers er í miðjunni á Biblíunni?

Svar: Sálmur 118:8.

Segir þetta vers eitthvað um merkingu þess, að Guð vill fullkomna vilja sinn í lífi okkar?

Næst þegar einhverjir tala um að þeir vilji sjá hinn fullkomna vilja Drottins með líf sitt og að þeir vilji vera hluti af Hans vilja, einfaldlega sendu viðkomandi að miðjunni í orði Hans.

Sálmur 118:8 er svona: "Betra er að leita hælis hjá Drottni en að treysta mönnum."

Er ekki furðulegt hvernig þetta kemur út eða stendur Drottinn á bak við þetta?

Áður en ég sendi þetta til þín fór ég með stutta bæn fyrir þig. Hefur þú mínútu? 60 sekúndur fyrir Guð? Það eina sem þú þarft að gera er að fara með stutta bæn fyrir þeim sem sendi þér þetta: "Kæri faðir, viltu blessa og varðveita vin minn í því sem hann tekur sér fyrir hendur á hverjum degi. Viltu fylla líf hans með friði, velsæld og krafti til að eiga nánara samfélag við þig. Amen."

Sendu þetta síðan til 10 einstaklinga. Innan klukkustundar hafa þeir beðið fyrir þér og þú hefur haft áhrif á fólk til þess að það biðji fyrir öðrum. Slakaðu síðan á og vertu vitni að krafti Drottins að störfum í lífi þínu fyrir það eitt að gjöra Hans vilja.

"Þegar erfiðleikar steðja að, mundu það eitt að trúin kemur þér ekki framhjá vandanum, trúin leiðir þig í gegnum vandann."

"Þegar þú losar um löngunina til að stjórna þinni eigin framtíð, muntu öðlast hamingju."

Megi Drottinn blessa þig.

Hér skal áréttað, að umrædd Biblía hefur ekki verið með apókrýfu ritununum, eins og sú nýjasta íslenska. Með innkomu þeirra raskast framannefnt, en eflaust kemur bara einhver annar gullmoli í ljós í staðinn.

En áþekka speki og hér á undan var tilfærð rakst ég á í ævagömlu blaði fyrir nokkrum árum. Hún bar yfirskriftina "Einkennilegt" og var ekki síðri. En þar sagði orðrétt:

Fyrsta spurningin í Gamla testamentinu er þessi: "Hvar ert þú?" (1. Mósebók 3:9). Það er spurningin eftir hinum syndaseka manni, og það er Guð sem spyr.

Fyrsta spurningin í Nýja testamentinu er þessi: "Hvar er hann?" (Matteusarguðspjall 2:2). Það er spurning eftir hinum nýfædda konungi, frelsara syndaranna, Jesú Kristi, og það er maðurinn sem spyr.

Óneitanlega er þetta æði merkilegt, hvort tveggja./ SÆ

Eða hvað finnst ykkur ?

Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda liðamóta og mergjar,það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Heb.4;12

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Las þetta í morgun í Mogganum, skemmtilegar pælingar hjá honum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2007 kl. 18:45

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Flott pæling og merkileg.

Sigríður Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 18:51

3 Smámynd: Linda

Mér þykir þetta svo æðisleg pæling, hef fengið þetta sent í tölvupósti áður. 

Linda, 4.11.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: Flower

Það er alltaf magnað hvernig Drottinn kemur sínu á framfæri.

Flower, 4.11.2007 kl. 23:09

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þegar maður fær ótrúlega tölvupósta á maður að kíkja á snopes.com, þar kemur í ljós að þetta er rangt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.11.2007 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband