" LET IT RAIN " syngum með Michael W. Smith

Heil og sæl:
Til hamingju með daginn í dag, Hvítasunnudag. Fyrir ári síðan var ég stödd í Loftstofunni í Jerúsalem ásamt hundruðum Aglowkvenna. Við sungum og tilbáðum Guð  ásamt fólki frá Asíu og Evrópu,stundin í Loftstofunni er eftirminnileg vegna þess að við fegnum að snerta eld hvítasunnunnar,við sungum í tungum,lyftum upp höndum og grétum frammi fyrir Guði.Ólík tungumál,mismunandi menning og hefðir en nærvera Heilags anda þennan morgunn mun seint gleymast við vorum eins og risastór fjölskylda.

 

Michael W. Smith er náttúrbarn á sviði lofgjörðartónlistar,syngjum með honum dásamlegt lag sem heitir LET IT RAIN,open the floodgates of heaven,let it rain.

 

Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum
eins og andinn gaf þeim að mæla (post.2;4)
 
Guð blessi þig í dag með nærveru Heilags anda. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Yndislegt kæra Helena, eigðu dásamlegan Hvítasunnudag.

knús

Linda, 11.5.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband