23.5.2008 | 12:51
Á ég að gæta systur minnar?
Mjög merkilega bloggfærslu er að finna inná Vonin í dag föstudag 23.maí sem ég hvet alla til að lesa.Fyrisögnin á þessum pælingum mínum varðar menn og konur sem þurfa að líða vegna trúarsannfæringar sinnar. Málefni sem fjölmiðlar hér heima ættu að fjalla meira um og samtök að skoða alvarlega með það í huga að veita hjálp,stuðning og sýna þannig kærleika í verki.Hér er þarft verkefni fyrir utanríkisráðherra að skoða,hvernig við islendingar sem erum kristin þjóð gætum haft áhrif og umbreytt lífi hundruða sem líða vegna trúar sinnar á Jesúm Krist.
"Á ég að gæta systur minnar" var yfirskrift ráðstefnu sem ég tók þátt í ásamt 400 konum í Jerúsalem sl. vor. í máli ræðukvenna sem komu víðasvegar að þó aðallega frá Mið-Austurlöndum fegnum við konur frá vestrænum heimi að upplifa þá neyð og miskunnarleysi sem konur þar ytra búa við.Kona sem tekur kristna trú kallar yfir sig bölvun fjölskyldunnar og er réttdræp.Við hlustuðum einnig á konur sem sögðu frá mannsali,vændi og kynlífsþrælkun þar sem ungar stúlkur eru söluvaran,þeim er smyglað til vesturlanda,gegnum flugvelli á mjög leynilegan hátt td. til USA. Gæti verið að viðkomustaður þessa glæpasamtaka sé hér á Islandi ?
Á ég að gæta systur minnar, hver er skylda mín og þín sem búum ennþá í kristnu samfélagi. Hver er td. skylda okkar gaganvart þeim ungu konum sem hafa látið lífið á þessu ári vegna eyturlyfjaneyslu hér á Islandi,ungar fallegar stúlkur sem eiga börn og fjölskyldu sem gráta líf þeirra og sorglegan endi á framtíð sem velmegunarþjóðfélagið hefur ekki tekist að breyta til gæfu og hamingju. Þessvegna er þörf á bænavakningu og afturhvarfs til þeirra gilda sem kristin trú boðar,von og kærleika Guðs sem umbreytir öllu. Ég hef verulegar áhyggjur af þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi að vilja hverfa frá vernd og blessun Guðs fyrir land og þjóð. Það minnir mig á söguna af manninum sem byggði hús sitt á sandi , þið munið eflaust flest endirinn enda er sagan kennd í sunnudagaskólunum og er ein af perlum NT.
Ekki fl. í dag héðan úr Garðabænum.
Sameinumst í kvöld í bæn fyrir trúbræðrum okkar.
Guð blessi ykkur öll vel og vandlega.
Helena
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Eins og talað út frá mínum hjarta, mikið þakka ég þér fyrir og ég segi bara Amen, Guð gefi að við getum hjálpað.
knús
Linda, 23.5.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.