Sumarbros

Vinkona mín sendi mér skemmtilegt sumarbros í dag sem ég ætla að leyfa ykkur eiga með mér!

 

Sumarbros

Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna.
Ég þurfti aldrei að halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.

En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis.
Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg
efni.

Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég
kem þá fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of
oft niður undir hné.

En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða
hversu dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur
betri dagur.

Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún
bregst við þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti

Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra
okkar, komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.

Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki
það sama og að skapa sér líf.

Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað
tækifæri.

Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með
hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verður maður líka að gefa boltann til baka.

Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu,
þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.

Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.

Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina.
Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.

Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk
gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.

Guð blessi þig sem lest þetta sumarbros.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband