Mikil mildi = Náð Guðs yfir suðurlandi !

Mikil mildi að ekki fór verr - Guð láti gott á vita - Guði sé lof að engin hefur slasast.

Segjum við sem höfum fylgst með fréttum núna síðdegis. Ég var útí garði ásamt móður minni að vinna í garðinum þegar jörð tók að skjálfa og við vissum báðar að hér var jarðskjálfti á ferðinni. Árið 2000 17.júní á afmælisdaginn hennar mömmu vorum við samankomin í sumarhúsi hennar í Grímsnesi þegar harður jarðskjálfti skók jörðina og húsið, það var vægast sagt skelfileg upplifun og við hlupum öll út mjög óttaslegin.

Þessi minning heimsótti mig í dag og hjarta mitt fylltist samúð og skilning á kringumstæðum þeirra fjölmörgu sem búa fyrir austan. Ég skil svo vel áhyggjur þeirra og kvíða fyrir að kannski kemur annar skjálfti, kannski ekki. Ég lyfti hjarta mínu upp til Guðs og bið hann að vernda og varðveita,gefa huggun og styrk þeim sem óttaslegnir og kvíða næstu klukkustundum.
Sálmur 121 kom í huga minn og skrifa ég hann hér inná bloggið mitt,því Guðs orð er huggun og styrkur fyrir okkur sem finnum öll til vanmáttar og smæðar gagnvert ógnum náttúrunnar.

   Sálmarnir 121

    Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp?

    Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.

    Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki.

    Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels.

    Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar.

    Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur.

    Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.

    Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu.


Sameinumst í bæn til Drottins fyrir hvort öðru,
íbúum fyrir austan, hjálparstarfsfólki og landinu okkar.

Blessunaróskir.

Helena 

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Helena!

Takk fyrir hly og góð orð, til þeirra sem þurftu að ganga í gegn um þessar hörmungar í dag.

Þetta er þér líkt!   Drottinn blessi þig og þína .

   Þín vinkona     Halldóra.
 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 31.5.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband