27.7.2008 | 16:18
Evrópuráðstefna Aglow var ótrúleg upplifun !
Í dag er 27. júlí sumri farið að halla ,sumarið hefur verið viðburðaríkt og lítill tími til að sitja við lyklaborð og skrifa .Það er einstaklega skynsamlegt að taka sér frí frá tækni og fjölmiðlum og velja í stað þess að njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Ferðalög og viðburðir innan Aglow í upphafi sumars eiga heima hér á blogginu mínu því alltaf er gaman að fylgjast með Aglowkonum!
Evrópumót Aglow ;
Við fórum til Malaga á Spáni í júní sl. á Evrópumót Aglow hópur frá Islandi,við frá Aglow í Garðbæ leigðum okkur íbúð í gamla bænum við Picaso torgið,nutum þess að skoða okkur um í bænum Malaga sem er einstaklega heillandi bær,setjast inná Tabas barina,kaffihúsin og þræða ísbarina,taka myndir og hlægja saman.
Ræðumenn voru;
Jane Hansen forseti Aglow International og Asher Intrader frá Jerúsalem,auk þess sem Edda Swan forseti Evrópustjórnar stýrði samkomum styrkri hendi ,Nonnie frá UK talaði kröftuglega og söng spámannlega lofgjörð. Hvað merkir yfirskrift mótsins fyrir álfuna? Evrópa rís upp,gakktu inní áætlun Guðs ,taktu á móti þeirri köllun sem Guð hefur fyrirbúið fyrir börnin þín,þjóðirnar sem byggja álfuna. Í dag er tími til að snúa sér frá synd og spillingu,leita Guðs af öllu hjarta svo græðsla og blessun frá himninum komi yfir þjóðirnar.Guðsfólk um alla Evrópu hefur tekið ákvörðun,við viljum standa vörð um kristinn gildi og Guðs Orð.
Aglow er;
Aglow er alþjóðleg hreyfing kristinna kvenna sem starfar í 177 þjóðlöndum,í rauninni erum við risa her kvenna sem lætur ekki af að flytja gleðifréttina Jesús lifir í dag,hann elskar þig taktu á móti kærleika hans og fyrirgefningu. Við erum einnig bænaher,innan Aglow er um ein milljón kvenna sem eru virkir fyrirbiðjendur,konur sem koma saman og biðja reglulega fyrir fjölskyldu,ættingjum,vinum,bæjarfélögum,ríkistjórnum,þjóðum og fyrst og fremst að Guðsríki komi niður til jarðarinnar.Faðir vor þú sem ert á himnum,helgist þitt nafn,tilkomi þitt ríki,verði þinn vilji,svo á jörðu sem á himnum. ( Matt.6;9-)
Getum við breytt heilli þjóð með bæn?
Já,ég hef fullatrú á þér og mér sem bænafólki,manstu hvað Jesús sagði í Matt;18:18-19
Sannlega segi ég yður: Hvað sem þér bindið á jörðu mun bundið á himni og hvað sem þér leysið á jörðu mun leyst á himni.
Enn segi ég yður: Ef tveir yðar verða einhuga hér á jörð í bæn sinni mun faðir minn á himnum veita þeim allt sem þeir biðja um.
Helena fánaberi f.hönd Islands á Aglow ráðstefnunni.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.