18.8.2008 | 21:55
HVAÐ ER I MATINN ???
Hvað er í matinn?
Þessi stórmerkilega setning hefur hljómað í eyru mín sl. ár og daga eða allt þar til ein af mínum ofurkláru vinkonum sem er að sjálfsögðu Aglowkona benti mér á lausnina einn fagran sumardag. Synir mínir þrír og eiginmaður hljóma eins og skemmtilegur kvartett þegar þeir syngja saman við eldhúsborðið eða í GSM Hvað er i matinn í kvöld? Og ég sem er yfirleitt önnum kafin við önnur viðfangsefni svara yfirleitt ætli við höfum ekki bara fisk með soðnum kartöflum eða borðum bara loftið. Eigilega finnst mér drepleiðinlegt að hugsa um matarinnkaup og skipuleggja hvað ég ætli að hafa í matinn næstu daga eða vikuna fyrir fjölskylduna. Í dag skiptir þessi krísa mig engu máli því ég hef fundið dásamlega lausn sem fyrrnefnd vinkona benti mér á.
Á Íslandi er er veitt sérstök þjónusta fyrir fólk eins og mig,meira að segja fæ ég vikulega sent á netfangið mitt Matseðil vikunnar og Innkaupalista. Stelpur mínar og góðir drengir hér er heimasíðan HVAÐ ER Í MATINN njótið vel þvi hvað er yndislegra en velskipulagt heimilshald og meiri frítími!!
Borðbæn
Kæri Faðir,þakka þér fyrir mat og drykk,blessun þína og náð.
Í Jesú nafni / Amen
Kær kveðja úr Garðabænum
Helena Leifs.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sæl Helena mín!
Þetta er alveg brá skemtilegt.Nú þurfum við konur ekkert að hugsa!
Öll vandamál hvað varðar þessa fleygu setningu úr sögunni.
Þakka þér!
Bestu kveðjur Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 19.8.2008 kl. 21:02
Velkomin á síðuna. Fylgist vel með í næsta mánuði, því þá kemur nýtt útlit og fleiri nýjungar á síðuna. Endilega sendið okkur svo uppskriftir =)
kv
FELIX - Hvað er í matinn?
Felix G, 20.8.2008 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.