21.8.2008 | 15:15
Á Yaris í Landmannalaugar !
Vaðið krefst varúðar !
Í gær ákváðum við að skreppa í Landmannalaugar á okkar fjölskyldu fjallajeppa sem er auðvitað nauðsynlegt að eiga ef maður ætlar að kíkja útfyrir bæjarmörkin.Með gott nesti úr ísskápnum og sól í heiði var lagt af stað. Við ákváðum að fara uppmeð Galtarlæk og njóta þess að horfa á Heklu ,síðan var ákveðið að fara Landmannaleið og skoða Landmannahelli. Þessi leið er miklu fallegri en Landmannalauga-afleggjarinn sjálfur, en eitt eiga þær sameiginlegt það eru vegirnir sem voru afleitir ég dáðist af ferðmamönnum,á hjólum,gangandi í rykinu og þessum tveimur sem keyrðu uppeftir á Toyota Yaris sem hristist og skalf á þvottabrettinu í samtals 54 km. Þau veifuðu og brostu til okkar
alsæl. / Góður þessi ;How do you like Iceland ?
Spurning hvort tími jeppabílsins sé ekki runnin á enda!
Kær kveðja.
Helena
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.