6.10.2008 | 18:21
GUÐ BLESSI ÍSLAND
Ég tek undir með forsætisráðherra að þjóðin þarfnast blessunar frá himninum Guð blessi Island
Á þessari stundu vil ég lyfta hjarta mínu upp og leita inn í bænina, tala við Guð, ég hvet þig til að taka undir með mér,leitum Guðs saman í bæn. Guð heyrir, hann hlustar !
Ég bið Drottinn Guð að fyrirgefa mér og þjóðinni minni, breytni okkar og andvaraleysi.
Ég bið þess að Drottinn Guð gefi forsætisráðherra, ríkisstjórn, alþingi og stjórnsýslu landsins Guðlega visku og vísdóm fyrir þann tíma sem framundan er. Ég bið þess að ráðamenn sameinist um að finna lausn þjóðinni til heilla.
Ég bið þess að þjóðin öll leiti inn í bænina,snúi sér til Guðs og hrópi eftir hjálp.
Ég bið þess að þjóðin öll þjappi sér saman í einingu, sameinuð munum við rísa upp með hjálp Guðs sem færir okkur styrk og kraft og endurnýjun fyrir atvinnulifið,heimilin og fjölskyldurnar.
Ég bið fyrir atvinnulífinu og fyrirtækjum landsins, ráðamönnum og stjórnendum þeirra um Guðlega visku og vísdóm, ég bið þess að Guð gefi sérstaka náð inn í atvinnulífið.
Ég bið fyrir fjölskyldum, foreldrum, hjónum, einstaklingum, öryrkjum og eldri borgurum,börnum og unglingum. Ég bið Guð að umvefja og styrkja eininguna, ástina, vináttuna, hjálpa okkur öllum að horfa fram á veginn, kveikja nýja von og bjartsýni í huga okkar. Ég bið Guð að blessa fjármál okkar, margfalda innihaldið í frystikistunni og brauðkassanum,margfalda þær krónur sem eru í vasanum.Ég bið Drottinn Guð að græða upp land okkar
þjóð mín, sem nafn mitt hefur verið hrópað yfir auðmýkir sig, biður, leitar auglits míns og lætur af illri breytni sinni, mun ég heyra á himninum, fyrirgefa synd hennar og græða upp land hennar. Héðan í frá munu augu mín vera opin og eyru mín munu hlusta á bænir á þessum stað2. kronikubók 7; 14-15
Sálmur 91
1Sá er situr í skjóli Hins hæsta
og dvelst í skugga Hins almáttka
2segir við Drottin:
Hæli mitt og háborg,
Guð minn, er ég trúi á.
3Hann frelsar þig úr snöru fuglarans,
frá drepsótt eyðingarinnar,
4hann skýlir þér með fjöðrum sínum,
undir vængjum hans mátt þú hælis leita,
trúfesti hans er skjöldur og vígi.
5Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar
eða örina sem flýgur um daga,
6drepsóttina sem læðist um í dimmunni
eða sýkina sem geisar um hádegið.
7Þótt þúsund falli þér við hlið
og tíu þúsund þér til hægri handar
þá nær það ekki til þín.
8Þú munt sjá með eigin augum,
horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið.
9Þitt hæli er Drottinn,
þú hefur gert Hinn hæsta að athvarfi þínu.
10Engin ógæfa hendir þig
og engin plága nálgast tjald þitt
11því að þín vegna býður hann út englum sínum
til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
12Þeir munu bera þig á höndum sér
svo að þú steytir ekki fót þinn við steini.
13Þú munt stíga yfir ljón og nöðru,
troða fótum ungljón og dreka.
14Þar sem hann er mér trúr bjarga ég honum,
ég vernda hann því að hann þekkir nafn mitt.
15Ákalli hann mig mun ég bænheyra hann,
ég er hjá honum í neyðinni,
ég frelsa hann og geri hann vegsamlegan.
16Ég metta hann með fjöld lífdaga
og læt hann sjá hjálpræði mitt.
Guð blessi þig og umvefji.
Helena Leifsdóttir,formaður Aglow í Garðabæ
Aglow er; Alþjóðlegt Kærleiksnet kvenna
Aglow er ; Alþjóðlegt bænanet kvenna
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Amen
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.